Thursday, June 25, 2009
Marokkófundur- minni á greiðslur og bið menn halda stillingu vegna Írans
Mynd frá markaðnum í gömlu Fez
Ég þarf að biðja Marokkófara sem ekki hafa tilkynnt sig á fundinn að gera það hið bráðasta. Um sama leyti eru mánaðamót og vera svo vinaleg að muna eftir að borga þá skv greiðsluáætlun sem allir hafa löngu fengið. Takk fyrir það.
Fundurinn verður svona í klst og bið menn einnig mæta stundvíslega kl 17,30 vegna þess ég hef húsnæðið takmarkaðan tíma.
Þá bið ég Íranfara að borga einnig skv áætlun. Auðvitað er ástandið þar með nokru spurningamerki en þar sem ég hef fengið frest hjá British Midland vegna greiðslu á flugmiðum mun ég vitanlega endurgreiða fólki ef það verður metið svo að ekki sé rétt að fara í haust.
Egyptalandsfarar eru einnig beðnir að hefja greiðslur um þessi mánaðamót og mun senda til hópsins áætlun þessa efnis. Fjórir hafa þegar greitt staðfestingargjaldið. Takk fyrir það.
Ég varpa fram þeirri hugmynd til athugunar og íhugunar fyrir Íransfara sem hér segir:
EF og aftur EF ekki verður talið rétt að fara til Íran í haust stefni ég á þá ferð í mars 2010- þó svo ég ætli ekki að skipuleggja aðrar ferðir nema með þeim skilyrðum sem ég hef margsinnis tekið fram.
En annað kemur til greina sem er Líbanon og Sýrlandsferð og væri fróðlegt að heyra skoðanir væntanlegra Íranfara á því hvort þeir hefðu hug á að bregða sér þangað í staðinn í október EF ekki verður af Íransferðinni. Við teflum ekki í tvísýnu en megum heldur ekki láta blindast af fjölmiðlun. Skal tekið fram að enginn Íranfari hefur tilkynnt að hann vilji hætta við. Ég vona ég bregðist ekki trausti neinna í þessu efni og læt menn fylgjast með
Varðandi Pezhman: Ég hef fengið töluvert af svörum eftir pistilinn. Sex hafa svarað jákvætt. Og nokkrir aðrir sem vilja leggja þessu lið.
Ég hef undrast nokkuð svör þeirra sem vilja ekki taka þátt í þessu en á hinn bóginn er fólk frjálst að þessu og ekki minnsta ástæða til að æðrast út af því.
Mun alls ekki leita eftir svörum frá þeim sem hafa ekki svarað nú og læt þetta duga plús það að vonandi verður þátttaka í hópnum sem heldur þangað í haust- eða næstkomandi mars.
Menn hafa þegar boðið sig fram til að sýna okkar gæd gestrisni og vinsemd og ég þakka fyrir það.
Ítreka svo enn og aftur að Marokkófarar láti vita hvort þeir koma ekki örugglega á fundinn í næstu viku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Sæl Jóhanna,
Já, ég ætla að mæta á fund um Marokkóferðina, 2. júli.
Og já, ég er til að styðja komu Pezmanns til landsins.
Kæer kveðja,
Catherine
Ég verð komin heim og mæti á fundinn þ. 2,7 - en þú vissir það, er það ekki? ég er líka meira en tilbúin að bjóða honum Pezhman í skoðunarferð eða í mat.
Blessuð Jóhanna, við JHH mætum á fundinn og minni á blómabæinn Hveragerði sem er að bjóða öllum á sýningu um helgina sem byrjar í dag föstudag 26.06.2009, segjum það með blómum kv. Jóna.
Post a Comment