Sæl öll
Á dögunum bað ég styrktarfólk nýju krakkanna okkar að senda til mín myndir af sér og sínum. Krökkunum finnst vænt um að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim.
Ég hef nú sorterað og gengið frá þeim sem hafa borist og þakka fyrir. Allmargir hafa ekki sent myndir. Það nær ekki lengra í þetta sinn og auðvitað getur fólk sent þetta sjálft til YERO ef tími hefur ekki unnist til að ganga frá þeim. Ef þið gerið það munið þá allra alúðlegast að setja númer barnsins með.
Stílið bréfin á Nouriu Nagi( og síðan númer barnsins B ef það er strákur G er um stelpu er að tefla og nafn).
Yemeni Education and Relief Org.
Hadda Street
Near the Technical school
P.o.BOX 4785
Sanaa
Rep. of Yemen
Mér fannst svo upplagt að nota tækifærið og biðja Nouriu fyrir myndirnar.
Þakka öllum kærlega sem hafa sent myndir.
Að öðru: Flestir Ómanfarar hafa borgað tips til innlendra fararstjóra og bílstjóra í ferðinni. Bendi þeim á sem hafa ekki gert það að dollarinn er lágur þessa daga og því hagstætt að klára þetta. Menn ráða þessu sjálfir því allir hafa staðið í skilum. Upphæðin er 130 dollarar.
Tuð er leiðinlegt, ekki bara fyrir ykkur heldur ekki síður mig. Ég hef enga unun af því en samt verð ég að benda Jemenfólki í fyrri ferð á að ég er alveg hætt að skilja af hverju fólk lætur undir höfuð leggjast að greiða. Sumir hafa ekki einu sinni borgað staðfestingargreiðslu og ekki margir októbergreiðsluna. Eiginlega sárafáir.
Ég endurtek að þetta á við um fyrri ferðina, þ.e. 27.apr.-12.maí. Ég þakka þeim sem hafa staðið í skilum og bið hina að gjöra svo vel og vinda sér í þetta.
Íranfarar hafa staðið prýðilega í skilum og Egyptalandsfólk er í góðum málum.
Á ég að líta svo á að menn hafi hætt við en bara gleymt að láta vita?
Ef menn ganga ekki frá greiðslu í næstu viku hlýt ég að líta svo á. Sendi öllum greiðsluplan eftir því sem ég best veit og bið menn að hafa samband snarlega ef ég hef eitthvað klikkað í þessu.
Friday, October 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sem ég var að ljúka við að skrifa þennan pistil bankaði upp á styrktarmaður með myndir af systrum tveimur sem hann og kona hans styðja. Takk fyrir og bendi á að þessu má enn koma til mín fram á kvöldið.
Kveðja
JK
Post a Comment