Friday, October 5, 2007

Nú fer ég að sækja Núríu - en hvað er með innborganir??


Nú fer ég senn út á völl að sækja Nouriu og Maryam systur hennar. Það verður gaman að hitta þær aftur. Athugið að það eru örfáar glufur í dagskránni svo ef einhver gæti boðið þeim í yfirlætislausan kvöldverð á mánudag væri það vel þegið.
Annað virðist vera í góðu lagi. Munið svo fundinn á sunnudag
href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg36EOlM3jEhcQFTu0GMusy8oQdUIMDYtcxY7_vNTgFBWF-EjdP7A_m_3veSrECW-kmjydEP7mrYrZGYtr9kZRmmGcQ0FS74ZGAz8I4TVePBPT1VFB2KSOfrTTYwRGaTTfe7ZaXazqBbwQ/s1600-h/frustration.gif">

Mikið er notalegt íþessari haustrigningu. En þó langþráður gestur sé væntanlegur innan stundar og allt það er ég verulega óhress.
Þrátt fyrir að margir standi sig alltaf eins og hetjur og borgi skilvíslega og á réttum dögum eru samt of margir sem gera það ekki.

Ég verð að biðja ykkur - og þeir hljóta að vita það sem ekki hafa greitt- að vinda ykkur í þetta. Egyptalandsfarar brugðu við skjótt, ekkert undan neinu að kvarta þar.
Íranfarar nokkrir hafa ekki greitt og ekki látið vita af hverju þessi dráttur stafar.
Sama og öllu verra máli gegnir með Jemen/Jórdaníufara í fyrri ferð. Fólk í seinni ferð þarf að borga staðfestinguna sína 15.okt og allavega tveir hafa gert það.
En fyrri ferðin!
Elskurnar mínir ekki láta mig missa allt hárið af frústrasjón. Ég lendi í vandræðum ef ég sendi ekki greiðslur.

1 comment:

Anonymous said...

Fín grein í Mogganum í dag.!!!