Friday, December 21, 2007

Íranfarar lesi þetta - fyrir utan öll hin jólabörnin



Það er mjög áríðandi að Íranfarar athugi að við munum hittast SNEMMA í janúar til að fylla út umsóknir og skulu allir hafa með sér tvær nýjar passamyndir. Konur athugi að þær eiga að bera slæðu um hár á myndunum. Koma með vegabréf því ég sendi þau út skömmu síðar og býst við þau verði í burtu um hálfan mánuð. Þeir sem búa úti á landi, láti vita hvort ég á að senda þeim eyðublöðin. Menn greiða sérstaklega fyrir áritun og kostnað eins og alkunna er. Það eru 70 dollarar á mann.Tilkynna þátttöku vinsamlegast. Muna janúargreiðslu.
Þeir Egyptalandsfarar sem hafa ekki sent mér kennitölu og vegabréfsnúmer geri það hið allra fyrsta og bið ykkur að láta það ekki dragast. Muna að borga með síðustu greiðslu 1.jan. eins manns herbergi 400 dollara og 5 þús v/Amsterdam
Láta þetta ekki klikka því ég hef greitt ferðina að fullu og má engu muna.

Ómanfólk mun hittast á myndakvöldi, löngu tímabæru, í kringum 10.jan. Dagsetning ekki ákveðin. Láta vita.

Það voru færri en ég hélt sem höfðu greitt, einhver misskilningur í gangi þar og nenni ekki að leiðrétta það fyrr en eftir jól.

Nú nú- sálin stóð í hliðinu þegar ég kom heim. Elísabet hafði séð um það. Löngum vitað að hún er göldrótt. Svo ég þurfti ekkert nema svefn og hvíld í sólarhring og þá var ég nokkuð góð.

Í dag á Vera Illugadóttir að útskrifast úr MH. Hún er einu og hálfu ári á undan áætlun stúlkan sú, nýlega 18 ára. Það verður gaman að taka þátt í því.

Læt jólastress lönd og leið- reyni það. Jólagjafir verða eitthvað smáar í ár, en það er nú hugarfarið sem gildir. Muna það. Ekki veitir af í ærustunni.

Bið þá sem ég hef skrifað sérstaklega v/Nouriu að hafa samband, það eru Villa og Vikar, Steinunn Jónsdóttir, Gulla pe. Edda Ragnarsd, Þóra Jónasdóttir og Margrét Pála.

No comments: