Tuesday, December 25, 2007

Kveðja frá Kákasus



Góða kvöldið og gleðilega hátíð öll

Ester Magnúsdóttir, Kákasuslandafari sl. maí sendi mér þessa mynd og imeil sem gædinn okkar, Sophie sendi til hennar. Þar er beðið fyrir kveðjur til allra sem í ferðinni voru. Og ég sé ekki betur en andlit Valgerðar, systur minnar, sé þarna í kúlunni ásamt Sophie.

My dear Ester,
�I'm so happy that I've met such a friendly people as you are

today is a Christmas in your country, that's my favorite Holiday!!� today I'll decorate my new years tree and will keep it till the 14TH of January :)
the real Christmas in Georgia, according to orthodox church traditions is on the 7TH of January, and we are lightening the candles in the windows of our homes to notify the saint Mary, that we are expecting her to take a place in our house and born the child there �that's very cute tradition, I like it very much indeed :) !!
hope some day,you'll decide to come and share a new year traditions of Georgia with me :)
at least I'll be expecting you with all heart!!

wish you a happy new year!!! all the best!!�to you and �your families
kiss you a lot!!
kind regards
Sofie

Ég vona að félagar eigi góða hátíðisdaga, hafi hugsað fallegar hugsanir og fengið fylli sína af andlegu og veraldlegu fóðri.

Mánaðamót nálgast og ég minni eindregið Egyptalandsfara á að þá er síðasta greiðsla, plús greiðsla 400 dollarar fyrir eins manns herbergi og 5 þúsund fyrir skoðunarferð og mat í Amsterdam. Þeir sem vilja borga tips til egypsku gæda og bílstjóra geta gert það þá líka.
Tek fram að þrír hafa greitt Egyptalandsferð að fullu, svo og Amsterdam og einn þátttakenda einnig tipsið.

Ég hvet Íranfara einnig til að borga á réttum tíma og minni á að fundur með þeim verður í kringum 10.jan eins og áður hefur komið fram. Muna að hafa tvær nýjar passamyndir með á þann fund og konur beri slæður á myndum þeim, vegabréfin náttúrlega því ég sendi þau út. Ef einhver kemst ekki á fundinn - og þá á ég nú einkum við þá í hópnum sem búa úti á landi-er bráðnauðsynlegt að vita um forföll því það eru ýmsar aðrar upplýsingar sem fólk fær á þessum fundi.
Þá skal tekið fram það sem hefur verið sagt nokkrum sinnum áður að menn hafi vinsamlegast með sér greiðslu fyrir áritun til Írans.

Auðvitað muna Jemen/Jórdaníufarar eftir sínum greiðslum líka. Mér finnst eiginlega ómögulegt að vera stöðugt að minna á greiðslur, greiðslu var send öllum og í aðra röndina þykir mér eðlilegt að menn sjái um þetta svona nokkurn veginn átómatískt. En hef samt þá reynslu að það sé betra að minna á.

Bendi áhugasömum Líbíuförum á að óskað verður eftir að þeir greiði staðfestingu í febr. Dagsetningar verða ekki ákveðnar fyrr en ég veit hvort þátttaka er í tvær ferðir.
Nánar um það seinna.
Vona svo að allt sé í ró og mag hjá ykkur

No comments: