að farangurinn minn fannst í reiðileysi og yfirgefnum einmanaleik í London og Aziz frá Latakía á Sýrlandi tókst með miklum hamförum að koma honum í íslensku vélina.
Nú er ég sum sé mætt á svæðið, tilbúin að hefjast handa við að setja upp jólatréð og vippa seríum út í glugga - þe þegar ég hef sofið því mér reiknast til ég hafi nú vakað af stakri konst í 48 tíma og ætla þess vegna aðeins að leggja mig.
Það bíða nokkrar fyrirspurnir um ferðir og greiðslur, ætti að komast á hreint þegar ég rís úr dvalanum seinnipartinn. MUNA ENDILEGA AF PLÁSS ERU LAUS Í SEINNI JEMENFERÐ í maí hér um bil loknum.
Ég gleymdi að taka fram að ég greiddi Nouriu ársgreiðslu fyrir 100 börn og ein árslun
kennara og bæti svo við einum innan tíðar. Hún
var yfir sig lukkuleg með það.
Ég held að okkur sé öllum ljóst mikilvægi þess að styðja hana til að fá góða kennara í miðstöðina.
Frjáls framlög, gjafa og minngingarkort duga þar ótrúlega vel.
Ætla að fá Veru aðstoðartæknistjóra Illugadóttur sem er að kláta stúdentspróf þessa
daga
eða EOR aðaltæknistjóra að setja inn myndir sem ég tók af krökkunum og minnist er á í pistlinum hér fyrir neðan
Það verður mjög fljótlega.
Vil taka fram að Nouria sendi auk kveðju til allra í VIMA, þeim sérlegar þakkir sem sýndu henni og Maryam gestrisni og hjálpfýsi sl. haust. Hún nefndi einnig til leiks Mörð Árnason sem hún sagðist hefðu viljað ræða við lengur og var glöð yfir því að hann bar jemenskt fánamerki í barmi á fundinum okkar góða.
Hún vildi líka þakka Aggí fyrir að þýða á fundinum -augljóslega af mikilli hæfni- og öllum sem gáfu sig á tal við hana og spurðust fyrir um starfssemina.
Ég sagði henni frá því að Margrét Pála ætlaði að láta afmælisgjafasjóð sinn renna í Fatimusjóð og lýsi ekki viðbrögðum hennar í smáatriðum: Sumt fólk er svo einstakt að ég á engin orð, sagði hún og skældi duggulítið. (Og er þó steingeit!!!!!)
Þegar við höfum hugfast að Jemen er með allra neðstu heimsins löndum í læsi og stöðu kvenna - sem og karla - þá skulum við kætast yfir því sem við leggjum fram og skiptir meira máli en fólk almennt áttar sig á.
Niðurstaðan: Ferðin var gagnleg, góð og nauðsynleg fyrir utan að vera skemmtileg og
vel heppnuð. Þessa sá stað og margir
krakkar hjá YERO urðu kátir, þeir eru ekki gleymdir, við hugsum um þau og við hugsum til þeirra. Og við hjálpum þeim. Það er nú málið.
Nú fer ég að sofa. Sæl öll í bili.
Tuesday, December 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment