Sunday, December 2, 2007

Tiltekt og smákökubaksturinn- Fullburða Jemen/Jórdaníuáætlanir koma fljótlega


Sæla aðventu allir félagar

Vegna þess að flugfélagið okkar væna Royal Jordanian sem við notum til Jemen og Jórdaníu hefur gert breytingar á vor og sumaráætlun sinni færast aðeins til dagar í ferðunum okkar líka.
Fyrri ferð: Brottför 28.apr.
Seinni fer: Brottför 29.maí

Hárréttar áætlanir verða settar inn áður en langt um líður, en ef til vill ekki fyrr en eftir ég kem heim að kvöldi 18.des. Bið Jemen/Jórdaníufara að fylgjast með því.
Augljóst er að seinni ferðin ætti að henta kennurum og í þá ferð má bæta þó nokkrum. Hvet menn til að láta ekki dragast að hafa samband um það.

Vona svo að innborganir streymi inn á ferðareikninginn í dag. Ekki draga það. Og þakkir til þeirra sem þegar hafa reitt fram des.greiðslu.

Að öðru leyti: hef þvegið gardínur og snyrt eldhússkápa. Smákökur verða óbakaðar en innkeyptar. Þar með er þetta allt að verða til hins mesta sóma.

Leyfi mér svo að vekja athygli aftur á bókum Hrafns- Þar sem vegurinn endar - og Elísabetar - Heilræði lásasmiðsins.

Held að jólakortin séu að ganga til þurrðar svo það er eins gott að bregðast við snöfurlega til að fá þessi fáu sem eru eftir.

En hvað með gjafakortin. Nú þarf að plana jólagjafir. Þar koma gjafakortin í góðar þarfir. Muna það.

No comments: