Saturday, December 8, 2007

Kátar og karlmannslausar Egyptalandskonur á fundi


Myndin er frá Beirut

Góðan daginn
Egyptalandsfarar hittust á fundi núna áðan, við úðuðum í okkur döðlum og smákökum og spjölluðum um væntanlega ferð sem leggst vel í alla.
Ég lét fólk fá lista með væntanlegum ferðafélögum, tösku- og barmmerkin vænu, áætlun og dagskrá í Amsterdam og svo náttúrlega í Egyptalandsför.
Það ríkti létt og kát stemning á fundinum- þó svo við værum að vísu vitakarlmannslausar- þar sem karlferðafélagar okkar voru allir forfallaðir,erlendis eða í vinnu.
Svo var drukkið sterkt kaffi sem Þóra mallaði ellegar te og rabbað um það helsta sem fólki kæmi vel að vita.

Fer svo til Líbanon á morgun og þar tekur forstjóri ferðaskrifstofunnar sem við skiptum við á móti mér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ástand mála er en mér skilst á þeim sem ég hef talað við að allt sé í rólegheitum. Gaman væri ef við gætum stefnt á að kippa Líbanon aftur inn.
Ég skýst kannski dagpart yfir til Damaskus ef ég hef tíma til og tök á því.
Mun skrifa eitthvað á síðuna þessa daga en þá sendi ég ekki tilkynningu um það og verður fróðlegt að sjá hvort margir hafa áhuga á að fylgjast með.

Gleðilegt til þess að vita að 60. þúsundasti gesturinn hefur komið í heimsókn og alls hafa um 105 þúsund skoðað síðuna. Það finnst mér ljómandi.
Sæl að sinni.

No comments: