Thursday, November 22, 2007

......er ég kom heim í Búðdardal


Góðan daginn
Skrapp í Dalina í gær og skemmti mér dátt. Hélt þar fyrirlestur hjá Sögufélaginu um það hvernig var að koma ellefu ára Reykjavíkurstelpa í Dalina upp úr miðri síðustu öld. Einstaklega skemmtilegt kvöld og þó mér þyki gegnt og gaman að tala endalaust um arabískan menningarheim og "kúgun" á konum var þetta verulega frískandi tilbreyting.

En við látum ekki deigan síga, hér koma upplýsingar sem menn ættu að kynna sér.

Ætla ekki að boða Íranfara til fundar fyrr en eftir áramót til að fylla út umsóknarblöð og sýna þar klæði sem viðeigandi er að bera. En vona líka að sem flestir geti komið þá. Stefni að fyrstu viku janúar eða í síðasta lagi um 10.jan.

Svo langar mig að hóa Egyptalandsfólki saman, til smáskrafs, það gæti orðið fyrstu viku des, þætti gott að heyra hvort menn mundu ekki mæta þar, sirka 8.des eða svo.
Að vísu búa tveir þátttakenda í Bandaríkjunum og þrír norður í Eyjafjarðarsveit, en það gæti vel verið að norðanfólk ætti leið um höfuðborgina um þetta leyti. Látið mig heyra frá ykkur.
Hef fengið spurnir um myndakvöld Ómanfólks og hugsa við bíðum með það fram yfir áramót.
Er að dunda við að finna tíma til að skreppa til Líbanons og Jemen í desember en það er ekki komið á hreint.
Bendi svo allra elskulegast á að mánaðamót nálgast og bið alla að vera í startholunum að hlaupa út í banka með greiðslurnar sínar.

Enn minni ég ykkur á tvennt: jólakortin og gjafakortin. Þau síðarnefndu eru upplagðar jólagjafir í staðinn fyrir vasana eða ostakörfuna.
Ath það.

No comments: