Saturday, November 10, 2007
Egyptalandsfarþegalisti hefur verið sendur ofl
Myndin er frá Abu Simbel í Egyptalandi. Hulda eða Örn var myndasmiður
Nú hef ég sent lista til KLM með Egyptalandsþátttakendum eins og fyrirmælt var. Sé einhver vafi á ferð hefst hún 7.febr. og er til 19.febr. Við stoppum alllengi í Amsterdam og munum nota tímann til að fara í skoðunarferð og fá okkur léttan snæðing. Sú greiðsla borgist með þeirri síðustu.
Eins manns herbergi er um 400 dollarar. Það borgist einnig með síðustu greiðslu.
Ég get skrifað á biðlista ef ske kynni að einhver forfallaðist en þá má reikna með að miði verði dýrari Hafa það bak við eyrað.
Íranferðin um páskana er einnig fullskipuð en ég hef frest til 1.des. að breyta nöfnum. Sama máli gegnir um fyrri Jemen/Jórdaníuferð í apríl. Pláss í seinni vegna forfalla. Hún hefst 28.maí.
Ef enginn gengur úr skaftinu í Líbíu er trúlegt að við höfum tvær ferðir þangað í haust. Sjáum til Það er mjög pottþétt fólk skrifað þar og reikna með að flestir sláist í þá för.
Hafi einhverjir áhuga á Óman í nóvember 2008 verður að kvaka innan tíðar.
Stjórnarkonur VIMA munu hittast eftir helgina og skeggræða um ýms atriði, m.a. húsamálin í Jemen, næsta fréttabréf og fund í janúar.
Smávanhöld eru enn á því að menn hafi innt nóvembergreiðslu af hendi. Það gengur alls ekki.
Þá skal þess getið að þar sem jól nálgast býst ég við að hafa fund með Íranförum fyrstu daga í janúar í stað nóvemberloka. Það ætti að vera allt í lagi sýnist mér enda höfum við gott fólk til aðstoðar v/vegabréfa í sendiráðinu okkar í Osló en þangað þarf að senda vegabréfin.
Muna eitt sem ég hef sagt áður en ítreka hér og nú: Muna að sé einhver með ísraelskan stimpil í vegabréfi verður að afla sér nýs. Einnig skal þess gætt að vegabréf sé gilt í sex mánuði eftir heimkomu úr viðkomandi ferð. Hafa það í lagi.
Í Egyptalandsferðinni eru 24- þremur fleirum en ég ætlaði en það er allt í lagi, hef fengið amen á það.
Ágætis blanda í þeirri ferð
11 eru að fara í sína 1. VIMAferð
1 í aðra
2 í 3.ferð
6 í fjórðu ferð
2. í fimmtu
1 í 9 ferð og
ég í 19.ferð.
Mun setja nöfn Egyptalandsfara inn á linkinn þátttakendur í ferðum eftir helgina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment