Tuesday, November 6, 2007

Egyptalandsfarar sendi vegabréfsnúmer

Ljúfusturnar
Það hefur verið hið mesta annríki hér á heimilinu við að fara yfir greiðslur og meira og minna allt virðist þar í elskulegu standi. Sálin er ekki mætt en vonandi í fyrramálið.

Nokkrir Ómanfarar hafa hringt i mig í dag og látið í ljós gleði með ferðina. Það er mér mikið gleðiefni.

Þó hafa ekki allir Jemenfarar einkum í seinni ferð greitt.Vinsamlegast gerið það snimmendis.

Vegna forfalla geta amk 3-4 bæst við í seinni Jemen/Jórdaníuför. Bið Olgu Clausen að kanna það

Mun á morgun eða hinn senda allar greiðslur v/Jemenbarna og þar sem utanríkisráðuneytið hefur vaknað af dvala og ákveðið að greiða
laun eins kennara erum við í góðrum málum og borgum þrennkennaralaun. Það er glæsilegt og þakka ykkur einlæglega stuðninginn.

Ekki gleyma að falleg kort eru til sölu. Kort sem krakkarnir okkar hafa gert. Pantið þau og ég pósta til ykkar. Verð er 150 kr. stykkið. Hef ekki ótakmarkaðan fjölda svo best að drífa í pöntunum.

Tveir bættust við í Egyptalandsferð og tel ég hana þá fullskipaða og meira en lítið velskipaða -eins og aðrar ferðir náttúrlega.

Það er mögulegt að bæta við einum í þá ferð en verð að vita það skjótlega því ég sendi nafnalista til KLM ekki á morgun heldur hinn.

Ath. að vegna þess að hópurinn til Egyptalands verður að bíða, finnst mér kjörið að við förum í skoðunarferð um Amsterdam og borðum létta máltíð, kostar 5 þús. kr.aukalega. Held að öllum þyki það hið ákjósanlegasta fremur en hangsa á flugvell
Sem þýðir að menn borga 5 þúsund með síðustu greiðslu. Per mann auðvitað

Endurtek þakkir til Ómanfara.

No comments: