Monday, December 14, 2009

Mig vantar enn- hvernig stendur nú á því? En er Maher fundinn.........

Gæskurnar allar
Var að koma heim og vona náttúrlega að allir hafi saknað mín þótt þess gæti ekki á síðunni, næsta fáir hafa farið þangað meðan ég var í burtu. Hafa væntanlegir Sýrlands/Líbanonsfarar örugglega borgað staðfestingargjald. Vinsamlegast ef ekki þá snarlegast.
Einnig vantar nokkur vegabréfsnúmer, hvernig stendur á því??

EN
Í fyrsta lagi: Maher er fundinn. Hann rekur ásamt sinni amrísku frú pínulítið flotteríis hótel í Damaskus, þetta eru kölluð boutique hótel, eru rokdýr og aðeins fyrir 6-8 manns.

Í öðru lagi: Skutlaði mér á viku yfir til Jórdaníu, Sýrlands og Líbanons og sat svona álíka marga merkisfundi og matarboð. Hitti þar af tilviljun H
æþam sem var gæd fyrsta og annars hópsins okkar og hann bað fyrir kveðjur. Hann hefur sett á stofn eigin ferðaskrifstofu og er í samvinnu við náungann okkar í Sýrlandi.
Ræddi lengi og hressilega við ferðaskrifstofukallana, Soheil í Líbanon og Abedelkarim í Sýrlandi og þeir voru glaðir og hlakka til komu okkar.

Mun hafa samband fljótlega við Sýrlands/Líbanonshópinn sem er alveg stútfullur og ég þori ekki að bæta fleiri við þótt ég fegin vildi. Verð í báðum þessum löndum hefur hækkað því þar er kreppa líka þótt við höfum ekki teljandi áhuga á öðru en okkar kreppu enda kannski nóg að eiga við hana.

Bara þetta núna.
Gaman að heyra í Marjöttu Ísberg. Hún hvetur til að fólk safni sér saman í hópa. Gott mál það.

1 comment:

Anonymous said...

Þakka snögg viðbrögð Líb/Sýrlandsfarar, hvað varðar t.d. herbergjamál og staðfestingjargjöld.Kát yfir þessu
Takk fyrir
Jóhanna K