Wednesday, December 2, 2009

Mér finnst það gleðiefni--


Líbanskir smáréttir- hvergi betri

að Líbanon/Sýrlandsferðin er fullskipuð, alskipuð og umfram allt vel skipuð.
Svo virðist sem allmargir þurfi nýtt vegabréf og bið þá lengstra orða að senda mér númer og útgáfudag þegar það er klappað og klárt. Einnig bið ég menn borga staðfestingargjald ekki síðar en 5.des og vísa í bréf sem ég sendi öllum ferðafélögum
því ég er að ganga frá flugmiðum og verð að klára það áður en ég skrepp til Líbanons og Sýrlands með stuttri viðkomu í Jórdaníu n.k mánudagsmorgun.

Við munum efna til fundar snemma í janúar og fara rækilega yfir ferðina og menn fá þá væntanlega áætlanir.Einnig verður þá lögð fram greiðsluáætlun. MUNA AÐ FERÐIN ER 21.mars-3.apr 2010. Það er ákveðið.

Þá er hér orðsending til Egyptalandsfaranna á dögunum. Við efnum í myndakvöld fljótlega eftir áramót. Geri því skóna að það sé ofætlan að halda slíkan fund með almennilegri þátttöku fyrir jólin.

Loks eitt enn og ekki síst: Nokkrir en ekki margir sem styðja Jemenbörn hafa enn ekki borgað krónu og aðrir virðast hafa gleymt að borga seinni greiðslur. Vil síður telja upp nöfn en geri ráð fyrir að þetta sé athugunarleysi. Bið ykkur vinsamlegast sem í hlut eigið að ganga frá þessum málum eða láta vita. Þetta er einstaklega óþægileg staða sem ég er sett í með þessu.

Á stjórnarfundi VIMA í vikunni kom í ljós að efni í næsta Fréttabréf sem kemur um miðjan janúar virðist allt á góðu róli og vona að menn skili sínu til Dominik fyrir 15.des eins og umsamið var. Janúarfundur var einnig ræddur, líklega 30.jan. Mjög spennandi efni verður þar vonandi tekið til umfjöllunar.

Þá vorum við sammála um að það væri freistandi að setja saman litla bók um ferðirnar sem VIMA félagar hafa farið í. Frásagnir, viðtöl, ferðasögur, myndir og margt fleira. Jafnvel stjörnumerki og einkunnagjöf! Allt er það svosem á umræðustigi.

Margir sem hafa heitið mér myndum á diskum hafa ekki sent mér þá. Ég er doltið hnuggin yfir því og vonast til að þeir skili sér og finnst leiðinlegt að þurfa að hamra á því.

AÐ LOKUM þetta: Það er áhugi á Íranferð- gjarnan dálítið öðruvísi enda landið stórt. Ég mun ekki blanda mér í það en get tekið niður nöfn ef menn vilja.

Sama máli gegnir um Jemenferð. Það verður að vera að ykkar frumkvæði. Eins og þessi mars/apr ferð.

2 comments:

Anonymous said...

Varla búin að sleppa orðinu þegar inn um lúguna smellti sér frábær diskur Ingvars Teitssonar með hlýjum orðum. Kærar þakkir og kveðjur
Jóhanna

Anonymous said...

Góða ferð Jóhanna og ferðin sem er í vændum svíkur engann. Ég ætla íþm. að fylgjast með ferðinni á síðunni og rifja upp mína ferð margt fyrir löngu finnst mér. Tíminn flýgur og njótið ferðarinnar til Líbanon og Sýrlands. Jóna Einarsdóttir.