Sunday, December 20, 2009

Kveðjur frá YERO börnum - samband fljótlega við Egyptófólk



Nouria sendi mér og okkur þetta kort með kveðju frá börnunum og fjölskyldum þeirra til allra en einkum og sér í lagi þeirra sem hafa stutt og styðja við bakið á börnunum. Þið ýtið með músinni á myndina til að sjá textann.

Þá er vert að geta þess þrátt fyrir allt jólavafstur að menn ættu að fylgjast með hvenær fundir verða: annars vegar myndakvöld Egyptalandsfaranna og hins vegar fundur með væntanlegum Sýrlands/Líbanonshópi.

Vel á minnst: Þakka Margréti Halldórsd Íranfara kærlega fyrir diskana sem hún skutlaði hér inn um lúguna í dag. Væri ákaflega vel þegið ef Óskar myndasnillingur úr sömu ferð nennti að gera handa mér disk við hentugleika.

Nú skilst mér að fólk tali sig saman um Jemenferð, Íranferð og jafnvel nokkrir sem hafa áhuga á Kákasus. Sú ferð kemur vissulega til greina ef menn safna sér saman en ég legg þó til að farið yrði aðeins til Georgíu ef af yrði. Það er rjómi þessa svæðis. Ferð til Azerbajdan og Armeníu líka yrði sömuleiðis rokfokdýr. ´Gæti ímyndað mér að tiltölulega hóflegt verð fengist á Georgíuferð.

Þið látið heyra frá ykkur

No comments: