Wednesday, December 23, 2009
Viðsnúningur í ferðalögum stjörnumerkjanna
Nautið hefur oftast verið í efri kantinum en aldrei unnið
Jómfrúin hefur heldur betur tekið sig á
Þá er komið að hinni vísindalegu úttekt á stjörnumerkjum ferðalanga VIMA árið 2009 og hefur þar heldur betur orðið breyting miðað við síðustu ár. Til tíðinda telst að
jómfrúin sem hefur löngum verið treg til ferðalaga er nú ásamt nautinu í fyrsta/öðru sæti.
Í fyrra voru fjölmennastir bogmenn, krabbar og tvíburar.
Niðurstaðan nú er þessi og tekið fram í leiðinni að ég tel sjálfa mig aðeins einu sinni
1.-2 Jómfrú og naut
3.-4 vog og vatnsberi
5. hrútur
6.bogmaður
7. steingeit
8.-9 fiskur og tvíburi
10.-11 krabbi og ljón
12.sporðdreki
Alls voru farnar fimm ferðir
Tvær til Írans= 48 manns
Ein til Jemen= 25
Ein til Marokkó= 28
Ein til Egypta-
lands 29
Vænti þess að mönnum þyki þetta hinar athyglisverðustu niðurstöður og sigurvegurum óskað til hamingju og aðrir hvattir til dáða.
Vil taka fram að ég sendi Líbanons/Sýrlandsförum greiðsluplan milli jóla og nýárs og skulu menn athuga það og vinsamlegast greiða á hárréttum tíma. Annars lendi ég í vanda.
Sendi svo öllum VIMAfélögum, ferðafélögum sem öðrum, stuðningsmönnum krakkanna okkar í Jemen óskir um góð og gleðileg jól og óska öllum hagsældar og friðar á nýju ári.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Afar athyglisvert. Rýr hlutur sporðdreka er auðvitað til marks um að við erum heima að skúra.
Hrafn J.
Skemmtileg iðja Jóhanna og ég (Naut)hef notið ferðanna.Gleðileg jól og kveðjur bogmanns og nauts, Jóna E.
Post a Comment