Thursday, November 26, 2009

Fullskipað í Líbanon/Sýrland í mars/apríl


Fáni Líbanons
Það er ánægjulegt að segja frá því að fullskipað er í ferðina sem ákveðin var fyrir beiðni félaga til Líbanon og Sýrlands í mars/apríl. Dagsetningar eru ekki fullfrágengnar en ég hef samband við þátttakendur um leið og það skýrist.


Fáni Sýrlands

Mér finnst mjög ánægjulegt að geta aftur tekið Líbanon inn og verður lögð áhersla á norðurhluta landsins, farið upp í sedarskóginn, heimsótt safn Gibrans spekings og listmálara ofl. Í Sýrlandi verður einnig farið til Palmyra og Crak de Chevaliers og Malulah og Damaskus skoðuð í krók og kring.

Er verulega kát yfir þessu og finnst hópurinn spennandi blanda. Slatti af glænýju fólki og svo öðrum sem hafa farið í margar ferðir með VIMA.

Bendi á að ekki eru fleiri ferðir á dagskrá, fyrr en í haust að ég tek að mér mjög áþekka ferð fyrir Bændaferðir. Þeir sem ekki komast með núna þurfa því ekki að vera of hnuggnir.

Ég vona að Íranfarar hafi fengið hópmyndina. Það var eitthvert maus í tölvunni sem ég réði ekki við. Því gæti verið að sumir hafi fengið hana mörgum sinnum og aðrir ekki. Bið ykkur um að láta mig vita ef hún barst ekki.

2 comments:

Anonymous said...

Er mjög lukkuleg að heyra af góðri þátttöku í Líbanon/Sýrlands-ferðina. Hlakka til að heyra meira.
Sigga Ásg.

Anonymous said...

Strax og ég kem heim 14.des. læt ég frá mér heyra nánar um ferðina. Þetta lítur allt ljómandi vel út.
Þarf að fá upplýsingar um vegabréfsnúmer, gildistíma og útgáfu og þakka þeim sem þegar hafa sent umbeðnar upplýsingar.
Kær kveðja
Jóhanna K