Thursday, November 12, 2009

Egyptalandsfólk komið heim hresst og kátt

Komum um miðnættið, allir hressir en vonandi gefst mönnum tækifæri til að hvíla sig vel á morgun því við vöknuðum fimm í morgun og drjúg bið í London.

Kvöddum Georg gædinn okkar með söknuði og gleði og hann skartaði á leið til flugvallar íslensku tisjörti sem ég hafði komið með handa honum. Hann fékk einnig bók eftir Marjöttu og rausnarlegt tips.

Ég var einnig beðin fyrir kveðjur til Egyptalandshópsins í febr. 2008 frá honum, alveg sérstaklega þó til Örnólfs Hrafnssonar, vinar hans.

Dagurinn í gær var hinn ánægjulegasti, farið í merkar kirkjur koptiskar og synagogu frá því gyðingar voru fjölmennir í Egyptalandi. Svo var frjáls tími og menn voru tvist og bast um bæinn, keyptu bækur, krydd og hvaðeina og Kristinsfjölskyldan húrraði sér upp í Kairóturninn fræga sem Nasser forseti lét byggja fyrir ´fjármagn frá Bandaríkjamönnum eftir að þeir höfðu áður neitað að leggja honum lið við gerð Aswanstíflunnar og varð til þess að hann sneri sér til Sovétmanna upp frá því.

Í gærkvöldi bauð johannatravel hópnum í mat í tilefni 30.ferðarinnar. Fórum á einstaklega fallegt og þekkilegt veitingahús sem heitir eftir Naguib Mafúss Nóbelsverðlaunahafa. Þarna var upprunalega testofa þar sem Mafúss sat og drakk sitt te og reykti vatnspípu milli þess sem hann framleiddi meistaraverk.
´Við fengum skínandi góðan mat og ég flutti snöfurlega kveðjuræðu að venju og þakkaði öllum einstaklega ánægjulegar samverustundi. Lára Júl og Þorsteinn Har. áttu brúðkaupsafmæli 11.nóv svo við skáluðum fyrir þeim og Anna og Sigurður Júl.voru í brúðkaupsferð eftir 30 ára hjónaband og fengu einnig sína skál.
Marjatta Ísberg mælti falleg og vitur orð. Hún hvatti mig eindregið til að fara að dæmi Sigurðar A. og segja að hver ferð væri hin síðasta og halda síðan ferðum áfram enn um hríð eins og ekkert hefði í skorist hvað sem yfirlýsingum liði.
Jökull Elísabetarson talaði af stakri kúnst og svo var skrafað og skotist öðru hverju út á markað því veitingastaðurinn er í Khan Khalili.
Endurtek þakkir og ánægju til hópsins og verðum í sambandi þegar menn hafa melt ferðina og sorterap myndir.
Á Kairóflugvelli notuðu menn tækifærið og keyptu kökukassa og fleira góðmeti og þar sem við gátum tjekkað farangur alla leið var fargi af mér létt að þurfa ekki að dröslast með hann milli flugstöðva í London.

Ég komst því miður ekki til að kveðja nema fáeina ferðafélaga á flugvelli. Bið kærlega að heilsa þessum elskulega, stundvísa og jákvæða hópi og við hittumst Evonandi öll á myndakvöldi innan tíðar.
Meðaldur hópsins var 46 ár sem er hinn lægsti sem þekkst hefur í þessum ferðum og munaði þar auðvitað um þríbba og þeirra konur, Angelinu,konu Reynis verðlaunahafa í getrauninni sem erifð þótti sl. vetur svo og þeirra Dagbjartar og Bergljótarþ Góð og skemmtileg aldursdreifing í hópnum.

Þá skal þess getið að Dóminik hefur undirbúið myndakvöld haustíranfara þann 21.nóv og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma og bið fólk endilega að láta vita um þátttöku og vænti þess að við sjáum þar flesta.


Allt í lagi að segja ´frá því að um 15 manns hafa lýst áhuga á Líbanon/Sýrlandsferð í lok mars nk og bætist 6 við tek ég hana að mér með gleði, auk þess sem ég hef lofað Bændaferðum svipaðri ferð á haustnóttum 2010.

Þakka einnig styrktarmönnum Jemenbarna sem hafa greitt sl mánaðamót

3 comments:

Anonymous said...

Hér á bæ eru allir hressir og kátir og engin ferðaþreyta í fólki :)
Við náðum heldur ekki að kveðja nema örfáa þannig að við sendum öllum bara kveðju hérna og vonum að allir hafi það sem best!

Takk fyrir frábæra ferð!

Ingunn

Anonymous said...

Takk fyrir falleg orð í minn garð Jóhanna, en síðast þegar ég taldi árin voru þau fleiri en 46. Ég tek þessu á þann eina veg sem ég sé fært þ.e. að ég líti svona unglega út. Ekki veit ég hvernig Matthías, Hrönn og Eiríkur taka þessu, vona að þeim sárni ekki mikið :)

Takk fyrir velheppnaða ferð ég verð lengi að vinna úr henni.

Kveðja Bergljót

Unknown said...

Tsja, þú ert náttla eins og unglingur, það er ekki spurning. Eiríkur(39) hafði hinsvegar haft örlitlar áhyggjur af að aldurssamsetning hópsins væri í mjög háu meðallagi og eflaust flokkaði hann mig þar. En að hann teldist þar sjáfur..., ég held hann hafi ekki reiknað með því.

Kærar þakkir fyrir samveruna öll saman, gaman að kynnast ykkur.
Kveðja, Hrönn