Wednesday, September 16, 2009

Marokkófarar komnir heim kátir og glaðir

Sæl öll
Þið verðið að afsaka hvað ég hef skrifað lítið um Marokkóferð en ég komst sjaldan í tölvu

Afmæli Veru var hið besta og við færðum henni ágæta gjöf, hálsmen með fingrum Fatímu með úlfaldaskinnsfesti. Mörður hélt snöfurlega ræðu og systir Daouds ferðaskrifstofustjóra hafði bakað dýrindis köku og var þetta hið ágætasta afmælisboð og afmælisbarnið skríkti af kæti.

Marrakesj er sennilega uppáhaldsstaður hópsins að ferð'inni lokinni og þar fengum við aukalega hálfan dag til að skoða okkur um. Fórum í teppaverslun, heimsóttum járnsmiði sem gera mikil listaverk, skoðuðum gallerí, krydd og heilsubúðir og ég man ekki hvað Veður var ljúft allan tímann og hópurinn elskulegur og fínn.
Síðasta kvöldið í Casablanca töluðu um ferðina Dóminik, JÓn Helgi og Helga Tulinius fyrir utan mína snöfurræðu og ferðin í dag gekk svo eins og í sögu.

Ég vil leyfa mér að líta svo á að þessi fyrsta ferð VIMA til Marokkó hafi lukkast prýðisvel. Í dag var afmæli Árna Gunnarssonar og hann fékk snoturt kort undirskrifað af þeim sem ég náði í. Bið í London var hin huggulegasta og við komum sem sagt heim núna áðan. Hrafn og Helga Tulinius fóru til Barcelona og áfram til Frans og Kolbrún og Rögnvaldur til Kanaríeyja.

Þótt ferðin hafi verið fin og alælur aðbúnaður góður var nokkur lasleiki sem stakk sér niður hér og hvar í hópnum framan af ferð. Til vonar og vara kvaddi ég eyðimerkurlækni á vettvang í Merzúga og lifnaði þá yfir mörgum enda læknirinn geðÞe
kkur og vissi greinilega sínu viti.

Mér er ljúft að þakka Marokkófferðalöngum enn og aftur fyrir þessa einstöku samveru ogn fegurð Atlasfjalla gleymist seint og elskulegt og gott viðmót fólksins var ógleymanlegt hygg ég að við séum sammála um

Nú ætti Fréttabréfið að vera komið til ykkar. Nokkur heimilisföng ekki rétt og hvet þa sem hafa ekki fengið bréfið að láta vita snarlega.

Þá minni ég á fundinn í Kornhlöðunni næsta laugardag. Sjá fréttabréf

Íranfarar hafa flestir fengið vegabréf með stimpli sínum svo það er allt í góðu standi og til þeirra verða sendir miðar í vikunni ásamt upplýsingum.

1 comment:

Dominique said...

Takk margsinnis fyrir þessa frábæru ferð, Jóhanna, hún var indæl, fróðleg og mannbætandi í alla staði. Það er ótrúlegt hvað þessi lönd gefa manni mikið og hversu mikið maður kemst í samband við heimamenn á svona stuttum tíma - þú gerir okkur að ferðamönnum en ekki túristum. Takk enn og aftur.