Wednesday, September 2, 2009

Um helgina til Marokkó

Rétt aðeins: Á laugardagsmorgun heldur hópur til Marokkó og ég vona að allir hlakki til. Minni ferðalangana og aðra á að fara inn á síðuna meðan við erum í burtu því ég skrifa pistla um ferðalagið eins oft og því verður við komið.
Svo hljóta vinir og ættingjar að vilja senda kveðjur og því ættu menn að skilja slóðina eftir www.johannaferdir.blogspot.com
Menn geta m.a. skrifað kveðjur í ábendingadálkinn.
Athugið að tilkynningar um pistla eru EKKI sendar.

Bendi á að Guðlaug Pétursdóttir mun taka við Íransvegabréfum þegar þau koma. Einnig má snúa sér til hennar ef fólk vantar minningarkort eða þess háttar. Imeilið hennar er gudlaug.petursdottir@or.is og hún býr í Laufrima 30.

Sömuleiðis má hafa samband við aðrar stjórnarkonur Ragnheiði Gyðu eða Herdísi Kristjánsdóttur ef eitthvað sérstakt er. Í ferðinni núna eru þrjár stjórnarkonur JK, Edda og Dóminik. Dóminik er einnig ritstjóri Fréttabréfsins og hefur keppst við að undanförnu að ganga frá því svo það ætti að vera tilbúið úr prentun og helst komið til allra þegar snúið er heim frá Marokkó.

Það hafa bæst við nýir styrktarmenn/staðfest styrk:
Pétur Jósefsson
Ólafur Birgir Davíðsson(nýr styrktarmaður). Það er nokkuð farið að skýrast hvernig menn ætla að skipta greiðslum. Þó hef ég ekki upplýsingar frá öllum og þykir það sérlega óheppilegt. Skil ekki almennilega þessa tregðu að láta vita en flyt þeim þakkir sem hafa gert það með prýði.

No comments: