Friday, September 25, 2009
Neskaffi og Íranráðleggingar
Ein af mörgum fallegum brúm í Isfahan
Sæl verið þið
Íranfarar - einkum konurnar- leita nú sem óðast að flíkum sem hæfa Íran. Ekki vera of órólegar, Íranir líta með skilningi á það þótt útlendingar séu ekki með allt alveg á hreinu. En alls ekki stutt eða kvartbuxur- það á við um karla sem konur. Ekki berfætt í skónum.
Konur beri alltaf slæðu, líka á hótelunum sem við verðum á.
Hef sent Íranförunum öllum nokkrar leiðbeiningar og upplýsingar. Við hittumst í Leifsstöð kl 5,30 að morgni 1.okt. og best að menn séu stundvísir svo við getum tjekkað inn nokkurn veginn samtímis- ekki hóptjekk þó. Muna bara að tjekka farangur alla leið til Teheran. Það á ekki að vera neitt vesen í því.
Hef einnig sent upplýsingar um hótelin og hvet Íranfara til að skilja eftir slóðina á síðunni svo ættingjar og vinir og aðrir geti fylgst með.
Ástæðan fyrir því að hér birtist mynd af neskaffi er eftirfarandi: morgunkaffið á hótelunum okkar- þó fimm stjörnu séu á íranskan mælikvarða- er ekki sérlega gott. Tilvalið að hafa með sér neskaffi ef menn eru ekki tedrykkjumenn. Hins vegar er mesta sómakaffi í lobbíum hótelanna.
Börnin okkar í Jemen hefja nám nú þessa daga að loknum ramadan og síðan eid-hátíðinni. Enn heyrist ekki frá nokkrum sem hafa lofað stuðningi. Ég nenni ekki að halda þessu eilífa tuði áfram. Eru einhverjir nýir sem vilja ganga til liðs við krakkana. Það eru svona 5-6 sem ég fæ ekkert svar frá. Hef þegar látið peningagjöf Jennýar Karlsdóttur renna til að styðja fjóra stráka sem engan stuðning hafa fengið. En vanar samt amk fimm til viðbótar. Því væri tekið með fögnuði. Þeir sem borga mánaðarlega eða hafa tilkynnt skiptar greiðslur standa við sitt eins og fyrr.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment