Góðan daginn
Minni Kákasusfara á fundinn á fimmtudaginn. Þá þurfa allir að mæta að sækja sín ferðagögn, miða og þess háttar. Festi kaup á jórdönskum kökum í Amman á dögunum og við maulum þær með tei eða kaffi meðan við röbbum um ferðina.
Minni líka á aðalfundinn n.k. laugardag kl. 14 á Kornhlöðuloftinu. Eftir stjórnarskýrslu og aðalfundarstörf mun Gísli B. Björnsson tala um Óman og væntanlega sýna teikningar sem hann dró upp í ferðinni, svo og myndir. Nýir félagar hafa bæst við allmargir síðustu daga og hvet þá eindregið að láta sjá sig og almennt bara alla góða félaga að koma. Áætlanir um ferðir liggja frammi.
Síðast en ekki síst: fréttabréfið er komið út, stærra núna en áður og má sér í lagi þakka Dominique og Gullu pe fyrir góða frammistöðu hvað varðar framkvæmdamálin.
Að lokum: fékk mér bílaleigubíll þar eð eyðimerkurljónið kemst ekki að á verkstæðinu fyrr en um miðja vikuna. Skrapp í Hagkaup að gera innkaup í gær fyrir mitt stóra heimili. Þegar ég kom út sá ég að bakkað hafði verið á bílaleigubílinn minn! Hm. Ætli þessu veseni hjá mér fari nú ekki senn að linna. Eða hvað?
Saturday, April 21, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment