Monday, April 18, 2011

Vid erum i Uzbekistanvimu i Khiva

Godan daginn oll somul
Timabaert ad lata fra ser heyra. Vid erum i Khiva og folk er i algerri daleidslu her i thessari einstoku borg sem ma med sanni kalla lifandi listasafn sem ollum sinum storkostlegu byggingum fra gamalli tid en inni i safnborginni dafnar katt mannlif sem vart a ser lika
Margir hafa haft a ordi i dag ad nu seu their komnir i alvoru og nu se Uzbekistan buid ad gagntaka tha,
Allir eru hressir og vid hofum att goda daga. Vorum a finu hoteli Tashkent Palace i hofudborginni og hittum tha sexmenningana sem komu kvoldid a undan og urdu fagnadarfundir. Ekki hafdi vaest um tha tvi farid var med thau i fjallaferd og stjanad vid thau.
A flugvelli gekk allt skikkanlega thratt fyrir ad skriffinnskubaknid her se aedi rikjandi og vid urdum kat ad hitta leidsogumanninn okkar Davlat sem var med mer i fyrra i rannsoknarferdinni og eg bad um ad fylgdi hopnum,
Fyrsta daginn var farid um hinn sogulega hluta Tashkent sem var frodlegt i betra lagi, a verkstaedi listamanna thar sem menn fylgdust med flinkum handverksmonnum ad storfum, Einnig a matvorumarkadinn og ondudum ad okkur kryddi, smokkudum a hunangi og skiptumst a gladlegum ordum vid Uzbeka og skildi hver annan tho tungumalid vaeri ekki hid sama.
Hlyja og 25 stiga hiti dro ekki ur anaegju. Ferdaskrifstofan baud i hadegisverd i haa sjonvarpsturninum og i gaerkvoldi var svo einstaklega godur kvoldverdur a einhverju fallegasta veitingahusinu i Tashkent Seddo thar sem hljomlistamenn leku fyrir okkur vid mikla anaegju.

I morgun var svo vaknad klukkan 4,30 til ad na flugi til Urgench og sidam keyrdir 35 km til Khiva. Vid buum a hreint undursamlegu hoteli i midri gomlu borginni og nu sem stendur eru allir ut og sudur enda endalaust ad skoda her.
A morgun forum vid svo til Bukhara thar sem vid verdum i tvaer naetur og er tilhlokkunarefni.
Eg a ad skila kaerri kvedju fra ollum i hopnum til sinna. Leyfi mer ad taka mer thad bessaleyfi ad misnota adstodu mina og senda Elisabetu sem atti afmaeli 16.apr. kvedjur.
Vonast til ad heyra fra ykkur en ohaett ad segja ad allir eru i sjounda himni.

6 comments:

Anonymous said...

Ánægjulegt að allt gengur vel.
Hér er ekki alveg jafn hlýtt, það snjóar. Hitti Bernharð í morgun og hann bað fyrir góðar kveðjur.
Ég hjóla til hans daglega og er hann mjög ánægður með mig.
Besti kveðjur til Gullu og Guðmundar.
Kv. Edda

Anonymous said...

Kærar kveðjur til Gullu, Guðmundar og svo auðvitað til þín líka.
Þóra J.

Anonymous said...

Gaman að fá fréttir af forvitnilegu ferðalagi.
Já hér er annað loftslag - hinn fegursti jólasnjór yfir öllu í morgun og enn snjóar þó hann taki af yfir há-daginn.
Kærar kveðjur til mömmu og pabba (Jónu og Jóns Helga)sem og fyrrum ferðafélaga.
Inga

Anonymous said...

Við þurftum nú að taka upp landakortið til að finna út hvar á jarðarkúlunni amma Sara væri stödd núna. En þetta er aldeilis framandi land fyrir okkur sem vefst tunga um tönn að bera það fram. Bestu kveðjur til hópsins og sértaklega ömmu Ferðalangs.
Kær kveðja, frá tví-og fjórfætlingum í Kvistalandi

Anonymous said...

Elsku Amma Gréta,
Smá saknaðarpóstur... hlökkum til að sjá þig og sjá myndir frá þessari enn einu ævintýraferðinni þinni.
Ármann spurði um daginn "mamma, er ég þolinmóð?" Nei sagði ég, þú ert þolinmóður. Þá svarar hann ákveðinn því honum fannst þetta fyndin tilhugsun, "haha, nei ég er ekki móður!! ég get ekki verið móður, ég er strákur og ég er engin mamma". Móður = mamma.
Svo elsku tengdamóður... sakn sakn... og góða skemmtun!

Anonymous said...

Mikið er nú gaman að lesa þenna pistil.

Njótið þess að vera þarna úti á meðan við hin reynum að ímynda okkur stemmninguna í Úsbekistan.

Áfram Mamma!!!

HÓ&CO