Sunday, December 7, 2008
Nú líður senn að því
Frá fullorðinsfræðslunni í fyrra. Mynd JK
að nýtt fullorðinsfræðslunámskeið hjá YERO taki til starfa og þá þarf ég að leita til ykkar.
Eins og í fyrra er námskeið 22-24 fullorðinna kvenna stutt sem slíkt en ekki einstaklingar. Ég vona að vel verði tekið í það. Og leyfi mér að spyrja: þeir sem hafa boðist til að styrkja börn en ekki fengið krakka því þeim höfðu verið úthlutað styrktarmönnum, viljið þið koma til liðs núna?
Ég er m.a. að tala um Þóru Jónasd, Elvu Jónmundsd, Olgu Clausen, Dóminik Pledel og vonandi einir 20 fleiri.
Fullorðinsfræðslan fer þannig fram að konurnar koma fjóra daga í viku og vinna að saumaskap og alls konar hannyrðum. Þær sem eru ólæsar fá einnig leiðsögn í undirstöðuatriðum í lestri og skrift.
Flestar eru konurnar á aldrinum 25-50 ára og eiga mörg börn og sumar þeirra eru mæður barna sem við styrkjum og hafa drifið sig í fullorðinsfræðsluna eftir að krakkarnir þeirra fengu styrk og sækja til YERO. Þær fá smálaun vikulega sem hjálpar til að framfleyta fjölskyldunni og ekki vanþörf á því.
Hjón í hópi styrktarmanna barnanna hafa einnig gefið andvirði tveggja saumavéla á námskeiðið eins og ég hef sagt frá og var það í minningu mæðra þeirra.
Markmiðið er að við styrkjum námskeið 22ja tvenna og skyldi þá hver borga sem svarar 250 dollurum fyrir. Reikn nr er 1151 15 551212 og kt. 140240 3979 eða sama númer og fyrr.
Ég leyfi mér sömuleiðis að vona - bjartsýn sem fyrr- að þó nokkrir þeirra sem lýstu yfir að þeir mundu styðja börn en létu svo ekkert meira frá sér heyra, komi þarna til hjálpar. Því ekki skal ég trúa öðru en þessu verði vel tekið.
Námskeiðið stendur frá því um 20.des 2008 til jafnlengdar 2009 og þær koma einnig yfir sumarmánuðina.
Mig langar líka til að biðja hvern og einn að senda þetta áfram. Við eigum góða að þótt þeir séu ekki endilega á póstlistanum og ég er viss um að einhverjir þeirra vilja koma til liðs.
Það skal áréttað að óskað er eftir að þessi greiðsla verði innt af hendi ekki seinna en um miðjan janúar og má skipta henni í tvennt og greiða seinni greiðsluna 1.maí.
Þá er mér það ánægjuefni að segja frá því að börnin þrjú sem talað var um í pistlinum hér á undan hafa fengið trausta styrktarmenn svo þetta er allt í góðum gír.
Vænti þess að þetta dreifist á fleiri Mér finnst ekki rétt að ætlast til þess að þeir sem borga fyrir krakkana komi líka þarna við sögu.
Dagbók frá Díafani
Þá er rétt að nota aðstöðu sína hér og segja frá því að loks hefur verið endurútgefin bókin Dagbók frá Díafani eftir Jökul Jakobsson. Hún hefur verið nánast ófáanleg frá því hún kom út 1967.
Þetta er afar fallega skrifuð bók, myndræn og ljúf og pínulítið írónisk líka og er kannski sú besta sem Jökull skrifaði og segir frá veru okkar fjölskyldunnar á grísku eynni Karpaþos í nokkra mánuði 1966.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment