Sunday, December 21, 2008
Jólakveðjur frá YERO
Dear Johanna And All The Sponsers .
MERRY CHRISTMAS AND A VERY HAPPY NEW YEAR FROM ALL THE CHILDREN AT YERO'S CENTER AND THE STAFF, MAY GOD BLESS YOU ALL .
Kind Regards
Nouria Nagi
Fékk þessa kveðju til okkar frá Nouriu áðan og sendi hana til ykkar allra.
Hef svo fljótlega hendur í hári tæknistjórans okkar til að hún geti aðstoðað mig við að setja inn eina eða tvær húsamyndir.
Það hefur verið kátt hér á Drafnarstíg og greinilegt að smákökubaksturinn hefur gengið eins og í sögu. Gulla færði mér sörur, Elín Skeggjadóttir með sínar árlegu piparkökur. Og húsameistarinn Edda Ragnarsd skildi hér eftir tvær tegundir af smákökum og lét ekki þar við sitja: setti upp nýjar gardínur í stofuna með þessum flottu stöngum.
Svo komu Jóna og Jón Helgi í kvöld - hann á 75 ára afmæli í dag og fær hjartanlegustu kveðjur og færðu mér góðmeti, síld og rækjusalöt. Ég er að verða spillt af eftirlæti.
Minni rétt hljóðlega og vinsamlega á myndirnar eftir krakkana okkar í Jemen sem ég vona að einhverjir fleiri vilji kaupa til gjafa eða bara til að eiga sjálfir.
Pétur ´Jósefsson sendi mér dagbók úr Jórdaníu og Sýrlandsferð frá í september. Ég vona hann leyfi mér að birta hana á sérstökum link á síðunni og þætti vænt um að heyra frá honum.
Upp úr áramótum förum við svo að velta fyrir okkur ferðum 2009. Þætti hagstætt að heyra frá ykkur þar að lútandi.
Líbanon vika í mars
Íran 15 dagar í apríl
Kákasus 17 dagar í maí,
Jemen 16 dagar í maí/júní
Úzbekistan/Kyrgistan í sept(veit um alla þátttakendur þar)
Líbía í okt
Óman í nóvember.
Þetta eru allt hugmyndir enn en skýrist vonandi áður en langt um líður. Geri ráð fyrir verulegri hækkun en reyni auðvitað að halda henni innan skynsamlegra marka.
Bless í bili. Vona að húsamyndir verði settar inn á morgun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment