Friday, December 19, 2008

Mætt á svæðið og nú vona ég að allir hafi verið duglegir að baka smákökurnar

Sæl öll
Það er mið nótt því vélinni frá London seinkaði um klukkutíma svo ég var ekki komin á Drafnó fyrr en að ganga fjögur.

Þetta var mér afar gagnleg ferð og ég aflaði mér umsagna um hóp barna því menn höfðu látið í ljós áhuga á að vita hvernig þau plumuðu sig. Ætla að halda fund með styrktarfólki fljótlega upp úr áramótum.
Sömuleiðis er ég með myndir af nýju krökkunum, svo og þeim sem fengu nýja styrktarmenn því fyrra fólk lét ekki alltaf í sér heyra. Um þetta skulum við öll skrafa og skeggræða. Einnig skoðaði ég nokkur hús sem gætu etv. hentað fyrir nýtt húsnæði.

Það var harla ævintýralegt að keyra um Sanaa með Nouriu, við flest umferðarljós komu einhverjir af krökkunum hennar þjótandi til að heilsa upp á okkur og láta í ljósi gleði sína yfir því að skólastarf er hafið aftur eftir.

Þrjún börn hafa hætt ein stúlka sem gifti sig og kvaðst vera að sálast úr ást, svo og tvær stúlkur sem eru farnar með fjölskyldunni heim í þorpið sitt því faðir fékk vinnu. Við höfum sett aðra styrktarmenn í staðinn sem höfðu boðið sig fram eða greitt með hinum.

Lítil stúlkubarn(G 12) fékk nýjan stuðningsmann því ég heyrði ekkert frá þeim fyrri er komið aftur í skólann. Hún er tíu ára og móðir hennar var krabbameinssjúklingur og lést sl. haust. Hún annast yngri syskini sín af óhemju krafti en ætlar líka að halda áfram í skólanum. Fyrri stuðningsmaður hennar hitti hana sl. vor en´sýndi ekki áhuga á að styðja hana áfram. Það sakar ekki því hún er komin með góðan styrktarmann.

Nú vænti ég þess vitaskuld að allmargir hafi pantað diska frá Ólafi S. úr Líbíuferðunum og einnig hef ég nokkra mjög flotta myndadiska Veru Illugadóttur til sölu. Þeir kosta aðeins þúsund kr. og leggist inn á 1151 15 551212 eins og þið ættuð nú flest að kunna utan að. Einnig bíð ég óþreyjufull eftir að fleiri segi mér hvort þið viljið kaupa myndir krakkanna.

Eins og ég sagði keypti ég ríflega 30 listaverk og sel þau á sirka 7 þúsund krónur og leggist inn á sama reikning. Nenni ekki að ítreka en best að gera það samt að það fer allt inn á Fatimusjóðinn, sjá reikningsnúmer hér fyrir ofan

Ekki skal ég trúa því að ég muni sitja uppi með þessi verk krakkanna. Krakkarnir frá sjálfir 80 prósent af því sem ég borgaði og nokkrar þær Gheda, Feirús og Asma komu m.a. meðan ég var þarna til að sækja höfundarlaunin sín og voru himinlifandi. Þær báðu fyrir hjartans kveðjur til sinna, þ.e, Þóru Jónasd, Ragnhildar Árnadóttur og Herdísar Kr.

Þá er gaman að segja frá því að fyrstu háskólastúlkunni okkar, Hanak al Matari gengur vel og náði með glans fyrstu prófunum sínum.

Aðgerðarhópurinn ötuli ætlar einnig að hittast fljótlega eftir áramót og leggja á ráð um frekari fjáröflun.
Nú fer ég að lúra duggusmá en verð vonandi risin úr rekkju í kringum hádegi enda alls konar ´stúss sem bíður.

2 comments:

Anonymous said...

+Eg gæti póstað til þín ef þú vilt. Sendu mér addressu og svo greiðir þú inn á 1151 15 551212 og kt
140240-3979
Með kveðju
JK

Anonymous said...

Jóhanna,
velkomin heim, ég óska þér innilega til hamingju með titilinn "kona ársins", þetta er gott val að mínu viti.
Gleðilega hátíð,
Blessuð,
Auður Þorbergsdóttir