Wednesday, October 1, 2008
Sýning Guðmundu VIMAfélaga og Jemenfara
Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?
Sýning á verkum Guðmundu Kristinsdóttur í Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 30 verður opnuð laugardaginn 4. október kl. 14:00.
Í sýningu Guðmundu “Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?”
leika konur aðalhlutverkið. Fullskapaðar konur, ýmist naktar eða klæddar, birtast á myndfletinum og koma sér fyrir eins og ekkert sé, en aðrar þröngva sér út úr skugganum fram í rautt dagsljósið. Birting þessara kvenna er ekki tilgangsleysið uppmálað, þær eru mættar hér á eigin forsendum til að sýna okkur samspil kvenna í mörgum tilbrigðum. Sumar virðast ryðjast fram af öryggi í krafti þroska og lífsreynslu. Þær stjórna og tukta til, þær verja og hugga, allt eftir því sem við á, meðan stöllur þeirra taka lífinu með ró og mildi, fara með friði og gull í hári. Kvenorkan getur tekið á sig margar myndir í mörgum litum, í þetta sinn valdi hún rautt.
Guðmunda lauk námi við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1969 sem myndlistarkennari. Á undanförnum árum hefur hún stundað nám í listmálun við Myndlistarskóla Kópavogs, auk þess hefur hún sótt nokkur námskeið í listaskólum erlendis.
Þetta er fyrsta einkasýning Guðmundu, en á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún rekur vinnustofuna Art 11 í Auðbrekku 4 Kópavogi ásamt öðrum listamönnum.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14 - 17 til 18. október
Ég leyfi mér að hvetja menn til að fara á sýningu Guðmundu. Myndirnar hennar eru bæði sérstakar og fallegar.
Í leiðinni bið ég fleiri Jemenfara að láta heyra frá sér varðandi myndakvöldið
Svo förum við Gulla Pé til Kefló í kvöld að tala þar hjá Símenntun Suðurnesja og sýna myndir.
Sæl í bili
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til athugunar Jemenfara fyrri tíma,
Siðan Súkkmarkaðnum fræga á ég í mínum fórum jambía-hníf sem passar ekki í slíðrið. Sá/sú sem saknar hnífs sins en er með minn, vertu svo væn(n) að hafa samband við mig í síma: 552 69 49. Takk fyrirfram!
Með kveðju.
Catherine
Post a Comment