Tuesday, October 7, 2008

Gott myndakvöld Jemenhópanna - nýir stuðningsmenn verða fengnir fyrir krakkana


Hér er Nouria með Ahmed Alansee, annað tveggja barna sem Ingvar Teitsson styður


Setið í böndunum góðu í Sjibam.
Ingvar Teitsson tók báðar myndirnar

Gott kvöld öll
Jemen/Jórdaníuhóparnir höfðu myndakvöld núna áðan á Litlu Brekku og var mæting góð þó nokkra vantaði. En það er varla við því að búast að hægt sé að ná samtímis saman tæplega 40 manns.
Við fengum góðan fisk að borða, kaffi og súkkulaði og horfðum á diska og kubba, m.a. frá Guðrúnu Ólafsd, Guðmundi Sverrissyni,Ingvari Teitssyni suðurferð fjórmenninganna Margrétar, Brynjólfs, Guðrúnar S og Evu Júl. ofl. Óuðum og æ-uðum og
Rifjuðum upp skemmtilegar ferðir og áttum verulega ánægjulega samverustund.

Nýir stuðningsmenn við krakkana sem virðast hafa gleymst
Ég sagði í síðasta pistli að það væri ókurteisi að láta ekki vita af því ef fólk ætlar ekki að borga fyrir börnin í Sanaa sem það hefur gefið sig fram til að styðja. Hef ekkert annað orð yfir það. Allir hafa fengið vinsamlega ýtingu en sumir svara ekki einu einasta orði.
Mér finnst leiðinlegra en orð fá lýst að standa stöðugt í þessu veseni. Það er miklu hreinskiptara að segja bara að það sé hætt við eða aðstæður hafi etc.etc.

Var að fara yfir listana frá Nouriu og mun í fyrramálið senda bréf til þeirra sem
höfðu boðist til að koma til liðs.
Ég vona að boð þeirra standi enn og krakkarnir fái allir þann stuðning sem búið var að heita þeim og Nouriu.
Bendi á í 700. sinn að það er EKKI nauðsynlegt að borga alla upphæðina í einu. En einhvern lit verður fólk að sýna t.d með því að borga 5-10 þús. nú og afganginn þegar þessi gengismál hafa skýrst.

Mun svo setja pistil inn á fimmtudag til að minna Líbíufara á nokkra afskaplega sjálfsagða hluti.
Fékk í dag lista yfir vegabréfsáritanir fyrri hópsins. Edda og Herdís sjá um að taka á móti áritunum fyrir þann seinni. Sömuleiðis eru komnir voucherar fyrir hótelið í London, það heitir Jurys Inn ef þið viljið skoða það á netinu. Virðist hið notalegasta.

Þakka svo enn og aftur Jemenferðalöngunum fyrir ljúft og elskulegt kvöld.

No comments: