Wednesday, October 8, 2008

Nokkrar hagnýtar ráðleggingar og heilbrigð skynsemi


Fáni Líbíu. Varla erfitt að muna hann

Vegna fyrirspurnar sem ég fékk í gærkvöldi: best að hespa þessum ráðleggingum af sem allar byggja þó á almennri skynsemi.

Í Líbíuferð erum við í 4ra daga jeppaferð í suðvestur Sahara, förum þar um einstakar slóðir. Við gistum í tjöldum í 2 nætur og strákofum í aðrar 2 ef ég man rétt.
Með í för eru fylgdarmenn á bílum með tól og tæki til að kokka ofan í okkur svo og með dýnur og dótarí.

En auðvitað skilur fólk megnið af farangri eftir á hótelinu í Tripoli. Gæta þess þó að hafa með það nauðsynlegasta og ekki gleyma vasaljósi eða lukt, sólarvörn, hatti og þess háttar. Nauðsynlegum fötum og m.a. hlýrri fatnað því það gæti kólnað á nóttum. Þetta taldi ég að við hefðum rætt á fundunum um sl. helgi en ég hnykki hér með á þessu.

Auk þess og ekki síst er eindregið mælst til að allir í fyrri hópnum séu komnir á Keflavík kl 14 á föstudag. Muna vegabréf og miða. Muna jákvætt hugarfar. Muna að
merkja farangur með því sem ég afhenti á fundunum. Muna að tjekka aðeins inn til London. Muna að skilja slóð síðunnar eftir hjá ykkar fólki svo það geti fylgst með okkur. Reyni að skrifa inn á síðuna þegar tækifæri gefst. Muna að ég sendi EKKI tilkynningar um pistla. Muna að hraðbankar eru aðeins í Trípóli. Munið að lesa leiðbeiningablöðin sem fylgdu með. Munið eftir að pakka lyfjum ALLTAF í handfarangur.

Mér finnst dálítið hallærislegt að skrifa svona sjálfsagðar ábendingar því allt
er þetta ferðavant fólk sem verður eiginlega að brúka heilbrigða skynsemi líka til að muna hvað það á að muna og álykta.
En hér með er þetta vonandi komið til skila.

Það var eitthvert vesen á póstinum í gær, veit ekki hvort allir fengu tilkynningu en sumir kannski tvær. Afsakið það.

No comments: