látum við auðvitað ekki deigan síga, góðir félagar. Líbíuhópar voru sannarlega heppnir að SPRON hljóp  undir bagga  með mér fyrr í sumar, svo ég gat greitt báðar ferðirnar   að  fullu áður en krónan seig enn lengra. 
Og þar sem flest er innifalið í Líbíu ættu menn ekki að  þurfa  að kaupa  gjaldeyri fyrir  nein ósköp.  Fimm hundruð evrur er ugglaust yfrið nægur farareyrir plús hundrað dollararnir fyrir leiðsögumenn og bílstjóra úti.
Ég ætla að minna á  að  nokkrum dögum eftir að seinni Líbíuferð lýkur, hefjast svo námskeiðin  mín hjá  Mími símenntun, annars vegar 4ra kvölda námskeið um Menningarheim Araba og hins vegar arabíska I og ég vænti vænnar  þátttöku. Hafa  samband við Mími, vinsamlegast.
Núna áðan  kom einn Sýrlands/Jórdaníufari til  mín með einhvern fegursta blómvönd sem ég hef fengið, til  að  þakka fyrir ferðina. Slíkt  yljar  manni sannarlega um hjartaræturnar, svo og aðrar elskulegar kveðjur frá ýmsum í þeim góða hópi.
Óska Guðmundu Kristinsd  til  hamingju  með sýninguna hennar sem  var opnuð í dag. Vonast til að komast til að skoða eftir helgina.
Varðandi Fatímusjóð: nú eru að  skila  sér greiðslur vegna kreditkortareikninga svo innan tíðar verður klárt hvað kom inn á markaðnum og hvernig  byggingarstjóðurinn stendur. 
Búin  að  borga þá reikninga sem þurfti að borga og ég fæ  ekki betur séð - hvað sem þessu kreppta efnahagsástandi líður - og auðvitað tekst okkur að kaupa  nýtt hús fyrir  skólann. Hyggst  fara til  Jemen í desember í nokkra daga eftir að námskeiðum lýkur og þá ræðum við  Nouria um næstu skref svo ég taki til orða eins og þessir leiðindapólitíkusar sem enga  lausn  kunna.
Enn eru nokkrir styrktarmenn sem hafa ekki látið í sér  heyra og sé ekki betur en ég verði að  leita  til þeirra sem höfðu boðið hjálp sína fram ef styrktarmenn greiddu ekki. Það  er ekki kurteist að  láta mig ekki vita hvernig og  hvenær menn hugsa sér  að borga ef fólk er  að lýsa yfir að það vilji  styrkja krakkana.Ef ég  heyri  ekkert  frá   þeim  sem hafa ekki borgað svo mikið sem krónu með sínum börnum leita ég  til annarra á mánudaginn. Þetta getur ekki gengið svona   að fólk sýni ekki minnsta lit.Því engan hef ég þvingað  til að borga svo ég  viti til. Og þakka kærlega öllum sem hafa greitt,  borga  reglulega og skv. því sem þeir hafa sagt mér. Þetta eru fimm börn sem um er að tefla. Heildarlistann birti ég svo þegar það  er allt komið á  hreint og vonandi áður en ég fer til Líbíu enda þarf ég að senda Nouriu fyrir amk. 30 börn til viðbótar í  næstu viku.
Talaði  um Fatímusjóðinn hjá Rotaryklúbbnum Reykjavík austur í vikunni og það var hið besta mál og áhugi góður.  Einnig heppnaðist ferðin okkar  Gullu Pé til Kefló mjög  vel og ég fékk umsagnir þátttakenda sendar og þær voru  prýðilega jákvæðar. Mér var sagt í kvöld  að arabískunámskeiðið væri fullskipað, ath hvort annað  verður. Hvet fólk til að koma á  námskeiðið  um menningarheim Araba, þar held ég að séu enn laus pláss.
Munið  svo myndakvöld  Jemenfara. Vantar enn svör frá fáeinum og nokkur spurningamerki eru viðtvo eða þrjá.  Þá loksins við efnum  í myndakvöldið vonast ég sannarlega til að sjá  flesta með  sínar myndir og sína diska.
Þegar ég  kem  frá  Líbíu mun ég eindregið óska eftir að menn staðfesti  sig í ferðir. Það má ekki seinna vera. Gjörið  svo vel og athugið það.
Saturday, October 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
 
 
 
1 comment:
Sæl mín kæra Jóhanna
Þar segirðu þó satt. Ég er búin að blessa mig í bak og fyrir að búið hafi verið að greiða ferðakostnaðinn áður en rússíbaninn fór á fullt.
Ég ætla að treysta á að taka út í e-m þessa 10 hraðbanka í Trípóli. Ég tími ekki að kaupa gjaldeyri svo ég ætla að kaupa hann þegar út er komið!!! Er þetta nokkuð verri hagfræði og hagstjórnun er hér á landi er framin :) Hlakka til. Fiðrildabú myndast hægt og sígandi í maganum.´
Eygló Y
Post a Comment