Wednesday, October 15, 2008

Vid erum i godu yfirlaeti i Ghadames

Godan daginn
I gaer sidla komum vid Libliulidid fyrra til Ghadames i sudvesturhlutanum. Tha hrukku augnablik nokkrir farsimar i gang vegna nalaegdar vid Alsir. En thad stod ekki lengi.
Ferdin i gaer var long en vid skemmtum okkur prydilega, vid Izam toludum til skiptist, Asdis song og milli thess fengu menn ser lur. Stoppudum i Kasr el Haj og i Nalut sem er staersti Berbabaer her i landi. Langflestir ibua Ghadames eru Berbar og thetta er fjarska godur stadur.
Eftir godan naetursvefn skodudum vid gomlu borgina tvers og kruss og hun er ein af ymsum stodum i thessum heimshluta sem er a heimsminjaskra UNESCO enda afar serstaett byggingarlag sem hefur dugad vel i sumarhitum og vetrarkuldum. Thar byr enginn lengur en kaupmenn med varning voru vid hvert fotmal og ohaett aad segja ad sem fyrr erum vid bysna dugleg ad stydja fjarhag gistilandsins.Allir virdast fila L'ib'iu 'i botn iog mikid er eg fegin tvi.
Bordudum kuskus i daemigerdu husi i gomlu borginni og nu eru flestir ad slappa aaf a hoteli og seinni partinn keyrum vid ut a sandoldur og horfum a solarlag og innfaeddir baka fyrir okkur braud unfir stjornum.
Eftir matinn i kvold er svo dans og musisering.
A morgun verdur haldid aleidis til Tripoli med vidkomu i nokkrum skemmtilegum baejum og thar er ma keramikgerd i havegum hofd.

I fyrradag var ferd okkar til Leftis Magna. Thad var hreint otrulegur stadur og poersonulega fannst mer nu mest til um gridarstora utileikhusid vid hafid.

Thad er allt gott ad fretta. Hopurinn er afar jakvaedur og skemmtilegur og sinnugur um hvert annad. Gaedinn Izam hvers manns hugljufi, matur og vidurgerningur til fyrirmyndar.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

14 comments:

Anonymous said...

Forvitnilegt að lesa um þetta allt, þetta kitlar mann eins og venjulega þegar maður þurfti að velja og hafna ! Ítalía ver ljúf mín megin en ég bið bara kærlega að heilsa þér, Jóhanna mín, og þeim sem ég þekki (eru ekki Högni, Hrafnhildur og fleiri? veit ekki í hvorum hóp reyndar...) Hafið það sem allra best.

Anonymous said...

Gaman að lesa að allt gengur vel. Og ólíkt ánægjulegra að vera á ferðalagi en að hlusta á fréttir hér á Fróni. Hér var dýrðleg veisla á sunnudagskvöld til heiðurs Haraldi fænda en annars er frekar tómlegt á Ásvallagötu þessa dagana. Bestu kveðjur til Guðrúnar og Hrannar frá okkur Ásvellingum sem heima sitjum.

Anonymous said...

Sæl verið þið Lýbíuhópur. Það er ævintýri líkast að lesa um ferðir ykkar og mikið skemmtilegra að fylgjast með ykkur en t.d.fréttum á Íslandi! Skemmtið þið ykkur vel áfram, við fylgjumst með!

Alla, Ásta, Auður,Birna og Elva vinnufélagar Hrannar.

Anonymous said...

Kær kveðja til ömmu Hrannar og Guðrúnar frá Keilugrandanum. Gaman að fylgjast með. Tristan Elí, Tómas Aron, Hrefna og Egill

Anonymous said...

Elsku Amma Sól

Syngdu Snert hörpu mína fyrir þau frá okkur :O)

Allt gott að frétta hér og öllum líður vel.

Guðrún Lilja, Þuríður, Jóna, pabbi og mamma

Anonymous said...

Greinilega frábær ferð og frábær hópur. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Viljum senda Siggu og Hermanni okkar bestu kveðjur. Allt gott að frétta af öllum.
knús og kossar. Sigga, Lalli og börnin.

Anonymous said...

Gaman að heyra að ferðin gengur vel. Við hlökkum til að heyra ferðasöguna (sérstaklega af Leptis Magna!) Hér var stórafmæli í dag. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn hélt upp á 4. ára afmælið og það var að sjálfsögðu fjölmenni (stórafmæli semsagt!). Fyrst leikskólahópurinn. Nokkrar hógværar ungar stúlkur sem léku í Barbie og vildu Hello Kitty skreytta köku. Græna kakan stóð fyrir sínu! Sérstaklega þegar seinna afmælið hófst, fleiri börn og fullorðnir. Margt rætt og mikið borðað. Við biðjum fyrir bestu kveðjur, amma Maja og afi Þór fá sérstaka kveðju og takk fyrir baksturinn mamma. Hann kom sér vel og partýbollurnar slógu í gegn.
Kveðja af Þórsgötunni, Harpa og co.

Anonymous said...

Mig langar til að senda ykkur öllum og sérstaklega Ingu Hersteins bestu kveðjur og góða skemmtun í ferðinni!
Guðrún Ólafs, kollegi Ingu

Anonymous said...

Halló Hermann og Sigga og allir hinir

Hér í Mánalindinni er mikil spenna yfir ferðinni og við hlökkum mikið til að fá alla ferðasöguna. Lesum á meðan þetta stórskemmtilega blogg. Jón Helgi er mjög upptekinn af því að afi og amma séu í Afríku.... Óléttan er að ná nýjum hæðum og húsmóðirin farin að telja dagana mjög stíft...

Bestu kveðjur, Anna Guðný og co

Anonymous said...

Það er kominn vetur með stóru V-i á Akureyri! Væri alveg til í að vera í sólinni og hitanum í Líbíu. Kveðja til Ingu og ykkar allra,
Anna Margrét

Unknown said...

Haltu M&P frá teppabúðunum.

Þórður

halfdan said...

Huggulegt ad lesa ad allt gangi vel hja ykkur.
Eg reikna med ad thid horfid ødrum augum a "kreppuna" i Evropu fra ykkar sjonarhorni i Nordur Afriku.
Gangi ykkur allt i haginn i framhaldinu.
Serstakar kvedjur til Hveragerdingana fra Noregi.

Halfdan

Anonymous said...

Gaman að lesa um ferðir ykkar í eyðimörkinni. Guðbjörg Inga þakkar kærlega fyrir gjöfina frá afa og ömmu, langafa og langömmu.
Okkur hlakkar til að sjá ykkur næstu helgi og heyra ferðasöguna.
Kveðjur frá öllum í Klukkurimanum.

Sigmundur Korneliusson said...

Kveðjur til Ingu frá Sigmundi, John, Raj, Arvindd og Nkunde í Sheffield. Vonum að allt gangi vel í Líbýu.