Sunday, August 7, 2011

Líflegir Eþíópíufundir í gær



Glaðlegir heimamenn
Mynd JK

Fundir í gær með Eþíópíuhópum voru líflegir og þó svo allmargir kæmust ekki af ýmsum og kannski nokkuð augljósum ástæðum var þetta verulega hressilegt. Við fengum okkur kaffi og te og mauluðum sætindi með, fórum yfir ferðaáætlun og allir fengu líka greiðsluplan til að þeir vissu hvenær á að borga. Bið alla að gera það skilvíslega og skv. þessum blöðum.
Þeim sem ekki komust en höfðu skrifað sig hef ég sent á imeili áætlun svo það ætti allt að vera í góðu standi.

Ekki má gleyma því að Gulla pé var mér til aðstoðar og hún lét disk sem ég fékk í Eþíópíu rúlla og menn höfðu augljóslega gaman að því að fylgjast með honum og fá nokkra hugmynd um þetta magnaða land sem Eþíópía er.

Vil taka fram að það eru pláss laus í seinni ferð og bið menn ákveða sig eins fljótt og verða má.

Uzbekistanfarar hittust í vikunni og fengu sína miða og allt á réttu róli þar og hópurinn virðist fínn og fullur tilhlökkunar.

Ég vil líka benda á að ég ætla ekki að hafa þriðju Eþíópíuferð. Smáhreyfing hefur verið á Íran ferð- ný áætlun- en fleiri þurfa að bætast við svo af verði. Sú ferð mundi að líkindum vera í september 2012 og að því búnu ætla ég að taka upp fyrri háttu og ferðast ein og taka ekki fleiri VIMA hópa. Þetta verður þá orðið harla gott.

Sigríður Ásgeirs lánaði mér Egyptalandsmyndina og læt skanna hana inn eftir helgi og bæta á þátttakendasíðuna. Ef einhverjir eiga hópmyndir úr ferðum Sýrland/Jórdanía vantar nokkrar slíkar. Þætti vænt um að fá þær lánaðar ef einhverjir luma á slíkum.

Þá veit ég að ritnefnd vinnur nú að undirbúningi fréttabréfs sem kemur út um miðjan sept og verður þar gott og fýsilegt efni. Bið menn endilega að láta vita um breytt heimilisföng og sömuleiðis er nauðsynlegt að fá rétt netföng

Haustfundur verður trúlega 1.okt. og þar höfum við fengið snjallan ræðumann.

No comments: