Wednesday, November 2, 2011

Sýning á persneskum teppum í febrúar---fundur Eþíópíufara( báðir hópar) 20.nóv



Í febrúar n.k. hyggjast þeir koma til Íslands, teppadrengirnir okkar góðu frá Isfahan og halda sýningu á teppum og mottum í svona tvær vikur. Er að leita að sýningarhúsnæði fyrir þá og íbúð og ef þið vitið af einhverju sem kynni að henta væri elskulegt af ykkur að láta mig vita.
Sýningarhúsnæðið ætti að vera svona 40-60 fm og þá langar að fá íbúð þessar tvær þrjár vikur sem þeir verða með sýninguna.

Fundir með Eþíópíuförum 20.nóv
Held það væri kjörið að efna í fundi með Eþíópíuförum þann 20.nóv. Í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu kl 14 (Fyrri hópur) og kl. 15 seinni hópur. Mér þætti
mjög vænt um ef þið vilduð láta mig vita hvort þið komið ekki ábyggilega því það er nokkuð snúið að fá húsnæði hjá Mími-símennt nú þegar kennsla er nánast alla daga.

Á fundinum útdeili ég fullbúinni áætlun og dagsetningum. Einnig hollráðum og leiðbeiningum, lista yfir þátttakendur og þess háttar.
Bið menn að mæta stundvíslega.
Við fáum okkur svo te og kaffi og gæðum okkur á írönskum góðgæti.

Bið þá fáu sem enn hafa ekki gert upp nóvember að gera það snarlega. Vonast til að þau fáu skönnuðu vegabréf eða ljósrit sem ég hef ekki fengið, verði tilbúin þarna á fundinum.

No comments: