Tuesday, November 1, 2011
Eþíópíufundir síðla nýhafins nóvember
Sæl öll
Bendi á að við ferðaskrifstofustjórinn í Addis Abeba erum nú í stöðugum imeilsamskiptum varðandi formsatriði Eþíópíuferðanna.
Enn hef ég ekki fengið öll ljósrit(helst skönnuð) frá seinni hópnum og bið menn að gjöra svo vel að koma þeim til mín hið fyrsta.Þar eru einnig tvö sæti laus vegna skyndilegra forfalla
Jafnskjótt og Mímir fellst á að lána mér húsnæði efni ég í fundi fyrir báða hópa og þá verður áætlunin lögð fram í fullbúinni mynd. Nokkrir hádegisverðir bætast við án þess að verð hækki og einnig lítur út fyrir að eins manns herbergi verði næg handa þeim sem eftir því óska nema etv á einum stað.
Ýmsir hafa spurt hvort þeir geti notað púnkta í flugið Kef-Ldn-Kef og því til að svara að ég hef ekki fengið svar þar að lútandi. Mun kanna það betur og þið verðið örugglega öll látin vita ef það fæst. Ekki mundi saka að fólk léti mig vita ef það veit það sé með næga púnkta því þá er aðeins hægt að nota ef þeir eru fullnægjandi margir. Dæmi: eigi maður t.d. 15 þús púnkta er EKKI hægt að nota þá. Þurfa að vera um 39 þúsund minnir mig.
Ég vona að vel verði mætt á fundina þegar þar að kemur, þá verður einnig útdeilt leiðbeiningum og hollráðum og ég er með birgðir af írönskum döðlum, hnetum og kökum sem við gæðum okkur á.
Vinsamlegast greiðið á réttum tíma og endilega drífið í að senda mér ljósritin.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment