Sæl öll
Ég var rétt að stíga inn úr dyrunum eftir Uzbekistanferðina seinni og allir fengu sinn farangur og held að allir hafi sömuleiðis verið á því að þetta hafi verið hin mesta ævintýraferð.
Gistum í London sl. nótt, rúta kom á Terminal 4 og flutti okkur á hótelið og síðan aftur á nr. 1 í morgun. Allt gekk þetta að óskum. Þrír urðu eftir í London, Margrét og Brynjólfur tóku lest yfir til Brussel að hitta afkvæmi sitt og koma eftir nokkra daga og höfðu fyrir löngu látið vita af því. Þau voru kvödd með kærleikum. Eyþór þurfti að fara yfir til Amsterdam, ekki gat ég kvatt hann en sendi bestu kveðjur. Einnig til annarra sem ég sá ekki á Kefló.
Við hlökkum nú til myndakvölds sem verður eftir að ég kem frá Íran í næsta mánuði. Við tókum hópmynd í Khiva á vél Ásdísar Hafrúnar og mun senda ykkur hana þegar ÁSdís er tilbúin með hana.
Ég held að segja megi að allir hafi verið mjög glaðir og fundist þetta hin mesta ævintýraferð. Eins og áður hefur komið fram var hópurinn samhentur og glaður og allir blönduðu geði hver við annan. Um tíu manns voru nýir og hafa ekki fyrr farið í VIMA ferð en allir féllu eins og flís að rassi og nú hlakka allir til myndakvölds sem verður haldið þegar ég kem úr Íranferð síðari hluta október.
Það var einstök þjónusta sem við fengum hjá Marinu og Elena leiðsögumaður, leyfi ég mér að segja, sló út Davlasko gæd í síðustu ferð. Hún og aðrir fengu gjafir og veglegt þjórfé frá hópnum og kvaðst var með trega á flugvellinum í Tashkent. Þar var skriffinnska að venju í hávegum höfð en allt fór vel og þar sem vélin til London var ekki fullsetin gátu menn margir fengið betri sæti.
Fréttabréf komiö út
Þegar ég kom heim áðan beið fréttabréf, hið glæsilegasta að venju. Hafi einhverjir ekki fengið það er trúlegt við höfum ekki rétt heimilisföng og bið ykkur að láta mig vita hið fyrsta. Í fréttabréfinu skrifar Vera Illugadóttir um Afganistan, Dominik er með matargrein og bók á náttborðinu, Margrét Árný um Uzbekistanferð fyrri og pistlar um Jemenbörn og Eþíópíu eftir mig, auk þess ljóðaþýðing eftir Lindu Vilhjálmsdóttur ofl.
Munið nú fundinn 1.okt.
Frá honum segir í fréttabréfinu og vonast til að sjá sem allra allra flesta þar enda spennandi umræðuefni á ferð eins og þið sjáið.
Þá vil ég benda á að vegna breytinga eru nokkur sæti laus í Eþíópíuferðirnar og bið ykkur hafa samband hið snarasta.
Nú fer ég að leggja mig og bíð sálarinnar með eftirvæntingu.
Þakka samferðarfólki sérstaklega góðar og elskulegar stundir í Uzbekistan
Saturday, September 24, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
anvas sneakers are mostly preferred by all as this footwear is casual Franklin Marshall as well as most comfortable. Extra cushioning, ventilation and sidewall foxing provide you supple as well as secure feel. Abercrombie Fitch OutletA few of the canvas sneakers are completely designed with vegan materials that are ideal in "No sweat" comfort. Asics Onitsuka Tiger Shoes Specialty of sneaker made from canvas is its easy washable aspect in a lightweight design. Franklin Marshall SaleAn adage "Old is Gold" comes true in the matter of Vintage Sneakers. Vintage sneakers, as name states are classic footwear,
Post a Comment