Tuesday, September 6, 2011
Uzbekistanfarar tygja sig til farar- seinni Eþíópíuhópur greiði staðfestingargjald
Dansstúlka frá Ferghanadal í Uzbekistan.
Sæl öll í haustblíðunni.
Þá fara Uzbekistanfarar að búast til brottferðar og vona að allir mæti stundvíslega og eins og um var talað að morgni 9. n.k. Við færum okkur síðan yfir á terminal 4 og væntanlega verður aðeins hægt að tjekka inn til London. Icelandair og Uzbekistan Airlines hafa ekki samning sín á milli og þar með tökum við því bara glaðlega.
Tjekk inn hjá Uzbekistan Airlines byrjar væntanlega rúmlega sex um kvöldið svo menn geta út af fyrir sig haft sína hentisemi um hvort þeir skreppa inn í bæ.
Ég ætla ekki inn í bæ og get því verið vörslumaður á farangri ef fólk kýs að skreppa inn í bæ. En menn skyldu ætla sér góðan tíma til að komast til baka á völlinn.
Vinsamlegast muna það.
Muna eftir tollskýrslublöðum og öðru sem um hefur verið talað. Er nýlega búin að senda Uzbekistanfólki bréf með hinum ýmsu hollráðum og leiðbeiningum. Gjörið svo vel og farið yfir það. Eina sem ég held ég hafi gleymt er að menn ættu að skilja eftir slóð síðunnar svo ættingjar og vinir geti fylgst með okkur því yfirleitt er ágætis aðstaða til að senda pistla og það mun ég vitanlega gera eftir því sem tök eru á.
Þá vil ég benda fólki á hlekkinn Þátttakendur í ferðum. Það hefur komið inn reytingur af myndum sem ég hef sett inn á síðuna en allmargar hópmyndir vantar. Ýmsir hafa aðstoðað mig í að koma þessu á fót og bið þá sem ættu myndir að senda mér þær annað hvort á tölvu eða í pósti. Þó svo allur hópurinn sé ekki með væri gaman að fá myndir með slatta viðkomandi hóps
Eþíópíufarar í fyrri ferð hafa staðið mjög vel í skilum með staðfestingargjald og fyrstu greiðslu. Takk fyrir það. Bið þá í seinni ferð sem hafa ekki greitt staðfestingargjald að gera það og sjá til þess að aðrar greiðslur verði í góðu lagi. Allir eiga að hafa fengið áætlun og greiðsluplan fyrir þó nokkru.
Látum svo heyra frá okkur og sæl að sinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment