Tuesday, December 27, 2011

Á döfinni á nýju ári


Petra. Myndina tók Vera Illugadóttir

Vona að jóladagar séu sem flestum gleðilegir. Takk fyrir jólakort og sérstaklega þakkir fyrir myndir úr ferðum sem sendar voru til min

Það hefur orðið töf á að efna til myndakvölds fyrir seinni Uzbekistanhópinn en verður vonandi gert fljótlega eftir áramót. Læt fólk vita um það.

Bið Eþíópíufara að greiða skilvíslega um mánaðamót. Fyrri hópur borgar síðustu greiðslu og þeir sem eru í eins manns herbergi borgi þá sitt aukagjald. Skv. bönkum í dag er það 44 þúsund. Eyþór hefur þegar lokið greiðslu á því og ferðinni enda alveg sérstakur hvað það varðar. Takk Eyþór. Muna reikninginn 342 13 551346 og kt 441004-2220. Seinni hópur á eftir tvær greiðslur og vænti þess að ég þurfi ekki að ýta á menn þar heldur. Sá hópur borgar eins manns herbergi með síðustu greiðslunni. Þetta eiga náttúrlega allir að vita.

Á dagskrá ársins er einnig ný áætlun til Íran7.-22.sept. Hún er komin inn á síðuna og hlekkinn sinn og upp úr miðjum janúar mun ég óska eftir að menn láti vita því ég blæs hana af áður en ég fer til Eþíópíu ef ekki næst 20 manna hópur. Eins og þið sjáið er þar byrjað í Tabriz og farið á nýjar slóðir í norðri en við sleppum vitanlega ekki Isfahan. Á þeim lista eru nú 19 manns en helmingur með spurningamerki og þarf að fá það á hreint sem fyrst eins og fyrr segir.
Bið félaga að láta það ganga því ég hef hreinsað töluvert til í póstlistanum og sumir breyta um netföng og furða sig síðan á því að fá ekki póst. Vinsamlegast kippa því í lag.

Íranferðin í sept er eins og ég hef margsinnis sagt síðasta VIMA ferð sem ég mun standa fyrir. Þessu verður ekki breytt
Tek hins vegar hefðbundna Íranferð í maí fyrir Bændaferðir og etv Eþíópíu í okt ef þátttaka næst í þær.

Enn er ekki ljóst hver verða örlög persnesku teppasýningarinnar sem fyrirhuguð var í febr. þar sem þeir vinir okkar hafa enn ekki fengið áritun til Íslands. Danska sendiráðið í Teheran sem sér um áritanir til Íslands er ekki liðlegri hvað það varðar en önnur dönsk sendiráð. Utanríkisráðuneytið íslenska er nú komið í málið og vona að það skýrist fljótlega.

Fréttabréfið er í vinnslu og kemur út um eða upp úr miðjum janúar og miðsvetrarfundurinn okkar verður í Kornhlöðunni 22.jan. Það verður mjög fýsilegur fundur.

Vona svo að allt sé í góðu gengi hjá ykkur og bið Eþíópíufara enn og aftur að láta ekki bregðast með greiðslur. Hef þegar greitt upp flugmiða í seinni ferð því ég fékk yfirdrátt hjá bankanum þar sem Ethiopian Airlines hækkar fargjöld um áramót.

Skrifa hugleiðingu um þetta viðburðaríka ár í stjórnmálum Miðausturlanda á gamlaársdag.

No comments: