Friday, October 7, 2011
Til Írans um helgina. Sendi pistla eftir því sem tími gefst til.
Konur í Eþíópíu við störf
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og þar stendur og ég bið fólk, lengstra orða og er skráð í Eþíópíuferðir endilega að gera upp skv. áætlun sem því var send Nokkur misbrestur hefur verið á því þótt meirihluti þátttakenda í báðum ferðum hafi greitt reglulega. Og þakkir fyrir það.
Ég legg áherslu á að menn setji kennitölu sína með þegar þeir greiða, annars hef ég ekki hugmynd um hver greiðir. Til dæmis greiddu tveir staðfestingargjald án þess að kennitala fylgdi og var verulegt vesen að finna út úr því hverjir áttu þar í hlut.
Einnig hefur orðið veruleg töf á því að ég fengi skönnuð vegabréf send og það er til óþæginda þar sem ég þarf að senda þetta út með drjúgum fyrirvara svo að við losnum við að senda vegabréfin út sem er fyrirhafnarsamara að öllu leyti.
Margir hafa farið í nokkrar/margar ferðir með VIMA en ég hef ekki getað haldið öllum slíkum inni í tölvunni, vegabréfin gilda skemur en áður og þau verða að vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur. Því er aðkallandi að fá þetta sent og vona að flest öll hafi skilað sér þegar ég kem frá Íran 24.okt. Þá eru löngu orðin síðustu forvöð með þetta og þá á ég við báðar ferðirnar.
Þá leyfi ég mér að spyrja ALLA þátttakendur í fyrri ferð hvort þeir gætu farið viku síðar eða 3.mars. Þarf að fá svör frá öllum varðandi það. Seinni ferð er með réttri dagsetningu en kæmi sér betur ef ég gæti fært fyrri ferðina um viku. Vinsamlegast látið mig vita. Hef spurt nokkra og veit að það er í lagi hjá flestum en hef ekki haft tök á að spyrja alla. Geti einhverjir ekki breytt dagsetningum fyrri ferðar er hugsanlegt að þeir komist í seinni ferð amk ef þeir láta vita hið fyrsta.
Reynt verður að láta vildarpúnkta gilda með Icelandairflugið en svar fæ ég ekki fyrr en upp úr 20.okt n.k. Vildarpúnktarnir gilda aðeins ef fólk á nægilega marga, eitthvað um 38 þúsund-40 þúsund.Þegar samþykki Icelandair hefur fengist fyrir því greiða menn ferðina að fullu og síðan er endurgreitt á reikninga viðkomandi.
Skriffinnska að sönnu en ekki breyti ég henni.
Mér þykir leiðinlegra en orð fá lýst að þurfa að reka á eftir fólki með svona atriði eins og greiðslur og vegabréfsmál og bið ykkur að hafa þetta í lagi
Fundur verður með þátttakendum beggja ferða í nóvember og ég vona að allir mæti því ýmislegt þarf að rabba þar um
Grafhýsi Hafezar í Shiraz
Fer núna á sunnudagsmorgun með hóp til Írans fyrir Bændaferðir. Það er sams konar áætlun og við höfum farið eftir- með smávægilegum tilbrigðum.
Enn er óljóst hvort af nýju ferðinni verður, þe byrjað í Tabriz og farið suður á bóginn, en ég hef fengið áætlun frá Shahpar og væntanlega mundi þá verða efnt í þá ferð í sept 2012. Það er auðvitað nokkuð langur fyrirvari en ég hef raunar tekið eftir að fólk skipuleggur ferðir sínar með lengri fyrirvara en áður svo mér þætti hagstætt að heyra í ykkur varðandi það mál.
Verð á þeirri ferð er mjög svipað og hefur verið á síðustu ferðum til Írans, þ.e. um 470-490 þúsund kr. Auðvitað erfitt að segja til um flugfargjöldin en má reikna með að náist 20´-25 manna hópur takist að halda því verði.
Eins og fram kemur í Fréttabréfinu er það síðasta ferð VIMA.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment