Sunday, October 23, 2011

Einstaklega kátir Íranfarar komnir heim


Sæl veriði

Við komum núna í eftirmiðdag með British Midland frá Teheran. Og síðan Icelandair eftir tiltölulega stutta bið til Íslands.
Allt gekk ljómandi og elskulegur kunningi minn á flugvellinum í Teheran greiddi götu okkar svo við þurftum enga yfirvigt að borga þó nokkrir hefðu skiljanlega teflt á tæpasta vaðið.

Á leiðinni til Teheran höfðum við sögustund og menn greindu frá ferðalögum sínum tvist og bast um heiminn og var gaman að heyra þær frásagnir. Verðlaun verða veitt á myndakvöldi sem Bergþóra afmælisstúlka mun halda í húsakynnum sínum og fleiri eftir nokkrar vikur. Þá verða vonandi allir búnir að skipuleggja myndirnar sínar. Vona að Árni sendi mér hópmyndirnar sem hann tók á jemen@simnet.is

Síðasta daginn í Teheran heimsóttum við söfnin, nýlistasafn, þjóðminjasafn og teppasafn og ég lét undan þrýstingi og fór með hópinn á gimsteinasafn fyrv. keisarafjölskyldunnar. Einnig festu menn kaup á döðlum, saffrani, hnetum og öðru góðmeti. Við fengum kvöldverð kl. 18 í gærkvöldi svo menn gætu hvílst fyrir brottför um miðnætti.

Það var afskaplega ánægjulegt. Ég þakkaði ferðafélögum mikið góða samveru og Hrafnhildur Sigurðardóttir sagði falleg orð um okkur Pezhaman og aðra sem greidddu götu okkar.

Áður höfðum við kvatt bílstjóra en Mohamad á einmitt afmæli í dag 23.okt og allirkrifuðu á kort til hans og ég færði honum gjöf sem ég kom með að heiman enda var þetta merkisafmæli. Þeir og þó einkum Mohamed voru hrærðir yfir því en það vorum við líka yfir þeirra einstöku vinsemd og frábæru þjónustu.


Eþíópía

Um leið og sálin skilar sér mun ég fara yfir greiðslur og þess háttar og hvort öll ljósrit eða skönnuð vegabréf hafa verið send til mín. Einnig hyggst ég halda fund amk með seinni hópi fljótlega. Þar sem ég hef nú fengið heil ósköp af´írönsku góðmeti til að bjóða ykkur, þ.e. hnetur, súkkulaði, kökur og þess háttar þarf ég bara að athuga hvenær ég fæ húsnæði og læt ykkur vita eftir helgina.

Ég skal viðurkenna fúslega að ég er æði óhress með að nokkrir sem lýstu áhuga á ferð til Eþíuópíu hafa nú öðru að sinna. Skil þetta ekki almennilega þar sem málin lágu snemma ljós fyrir og ég pantaði hótel og flug samkvæmt ykkar óskum.

Það kemur sér fáránlega óþægilega fyrir mig að hafa sent út nöfn sem nú verður að leiðrétta og ég hef þegar greitt staðfestingjargjald fyrir þá amk 6 sem áður virtust hafa fullan hug á þessari ferð.
En þar með er líka klárt og kvitt að fleiri geta bæst við einkum í seinni ferð þann 31.mars og bið ykkur að láta í ykkuur heyra hið fyrsta.

Íran tvö
Ég sagði ykkur fyrir æði löngu að fyrri Íranfarar hefðu áhuga á annarri ferð til Íran þar sem ferðin hæfist í Tabriz. Ég hef amk 20 á lista en flestir með spurningarmerki og nú VERÐ ég að fá svör um hvað þið hugsið ykkur. Ætlið þið að koma með eða ekki. Vinsamlegast látið vita. Ef af verður þarf ég amk 20 manns svo verðið fari ekki upp úr öllu valdi.
Talaði um það við Nasrin aðsdtoðarstýru að ég mundi koma í maí til að fara yfir leiðina en fyrir þann tíma þarf að hefja greiðslur. Eg geri því skóna að verð fari ekki undir 490 þúsund þótt það sé sagt án ábyrgðar

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir æðislega ferð Jóhanna! Ég mun aldrei gleyma hvað þetta var dýrmæt lífsreynsla :)

Árni