Friday, February 1, 2008

Gjafakort að gjöf - Íransvegabréf á heimleið - munið sunnudagsfund



Þetta einstaklega fallega kort, mardansinn er nú komið í hóp gjafakortanna okkar og er eftir Hrefnu Magnúsdóttur, textillistakonu og VIMAfélaga, sem færði Fatimusjóði eitt þúsund eintök í gær. Ég færi Hrefnu hlýjar þakkir fyrir þetta og er viss um að margir velja það. Hef ekki enn sett það inn á gjafakortalistann, geri það í kvöld.

Þær fréttir merkilegar bárust frá Noregi í morgun að vegabréfin okkar Íransfara eru lögð af stað heimliðis með hraðsendingarþjónustu. Þær Estrid og Kari í sendiráði okkar í Osló hafa fylgt málinu vel eftir. Trúlegt að vegabréfin nái landi á þriðjudag og læt þá Íransfara vita.

Minni á borgunardag og þakka jafnframt þeim sem hafa greitt og nokkrir eru búnir að gera upp Íran eins og til stendur. Einn eða tveir hafa einnig klárað að borga Jemenferð hina fyrri og bið ALLA að drífa sig sem ekki hafa þegar lokið greiðslu - og þegar ég gáði síðast á heimabankann var það ansi drjúgur hluti.
Muna að gera upp eins manns herbergi með síðustu greiðslu, Íranfarar. Takk fyrir.

Sjáumst svo á fundinum á SUNNUDAG. ATH stundvíslega kl 14 í Kornhlöðunni í Bankastræti, bak við veitingastaðinn Lækjarbrekku.
Sæl að sinni og vinsamlegast taka þetta allt til greina.

No comments: