Godan daginn
Er herna a netkaffi i Kutaisi en Soffia for med hopinn ut til Gelati domkirkjunnar i grenndinni medan eg sinni fraedistorfum
Komum yfir til vesturhl;utans i gaer og merkilegt hvad loftlags og grodurmunur er mikill, held ad hitinn hafi haekkad um amk tiu stig. Vid gistum i heimagistingu s.l nott og thad gerir alltaf lukku. Auk thess ad borda gomsaett i adalhusinu kom Ansela barnabarn fruarinnar, tolf ara stulka og syndi dans og nadi hun nokkrum Islendingum ut a golfid, Joni Helga ad sjalfsogdu, Jona ste einnig dans, sem og Asdis og Ragnhildur og Sara og voru oll Islandi til soma
Tvaer naetur thar a undan vorum vid i Bakuriani sem er thorp i nedri Kakasus. Thar var blomskrud og ofurha tre og undur fallegt. Vid urdum ad breyta dagskranni litillega en thad gerdi ekkert til, vorum i stuttum ferdum, klifrudum upp ad fossi og atum nesti og forum i klafi upp a fjallstind og horfdum yfir tjodgardinn i Borjami, ad ogleymdu heilsuvatni sem vid smokkudum a Kannski hapunkturinn hafi tho verid thegar vid vorum i thann veginn ad leggja af stad upp ad fossi ad thar var madur ad spenna uxa sina fyrir aeki og i stad thess ad plaegja sinn aukur baud hann allri hersingunni inn i hreint en afar fateklegt hus. Thar var tho piano og Sara spiladi afmaelissonginn fyrir Jonu og svo baru thessi saemdarhjon, Anzar og Nina fram ost, sultutau, braud og sukkuladi, heimagert vodka og raudvin og letu mig svo fa i nestid flosku af thessu eldvodka. Algerlega odrekkandi nema fyrir hraustasta folk enda held eg flestir hafi dreypt a. Thau voru yfir sig glod ad fa okkur i heimsokn og vid ad hitta thau, Gestriusni Georgiumanna er vidfraeg og tharna var v issulega stadfesting fengin og raunar ekki i fyrsta sinn.
Ad kvoldi 11. var amaelisveisla Jonu og hotelid bar fram veglegustu tertu sem menn hofdu augum litid og var hun ospaert hyllt. Mirap bilstjori hafdi utbuid skreytingu ur konglum sem hann gaf henni og ferdaskrifstofan her sendi smagjof.
Thad eru allir mjog anaegdir. Vedrid leikur vid hvern sinn fingur og Soffia sem er tho ekki nema taepra 22ja ara, stendur sig eins og hetja i leidsogninni. Segir vel fra og kann ad velja adalatridi i stad thess ad mala allan timann.
Thegar hopurinn kemur fra Gelati verd eg vonandi buin ad skrifa nidur allar kvedjur og kikja a postinn minn. Tha liggur leidin til Tbilisi aftur og thad er einstaklega falleg leid.
Itreka ad thad bidja ad heilsa og takka fyrir god ord.
Vid erum mjog spennt ad vita um urslit kosninga en eg for inn a mbl.is og sa thad helsta. Tha var nokkur olukka vegna thess ad Eirikur komst ekki afram en bot i mali ad Georgiumenn nadu arangi
Latid fra ykkur heyra.
Sunday, May 13, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Hæ amma Aðalbjörg. Við fórum með mömmu og pabba niður í bæ í gær og sáum risessuna vakna af værum blundi og fara í sturtu. Það var dálítð kalt en svo fórum við heim og fengum okkur hádegismat og smá blund. Á föstudaginn sendum við mömmu og pabba út í Ásmundarsafn og komu Ester og svo Auður Ásta að passa okkur og við fengum pizzu.
Við söknum þín amma og vonum að þú komir heim fljótt aftur svo við getum knúsað þig.
Kveðja Sölvi og Hekla
Sæl mamma og pabbi, afi og amma og svo frv. Gaman að heyra að haldið var almennilega upp á afmælið þitt, mamma. Við vorum hér öll fjölskyldan í brunch daginn eftir kosningar að ræða niðurstöðurnar og fleira - ýmislegt órætt um framhaldið! Þó stjórnin hafi lafið, þá væri það siðlaust að halda áfram með minni hluta atkvæða. Kosningardagurinn var annars fjörugur - mjög svo aðlaðandi rissessa á ferð og reiður faðir hennar- Eurovision, þó það hafi að mestu farið framhjá okkur Þorgils því við pössuðum barnabörnin. Þóra fer í sitt síðasta próf á morgun og á fimmtudag er hún flogin af landi brott í bili. Kærar kveðjur til "gamalla" ferðafélaga s.s. Sveins, Söru og Höllu ef það er sú sem fór með okkur til Óman, Jóhönnu að sjálfsögðu sem og allra sem gera ferðina ánægjulega!
Inga (+ Þorgils, Helgi, Linda, Þóra, Árni, Guðbjörg Inga og Kristófer Aron)
Guðbjörg Inga vill senda langömmu Jónu bleikt hjarta og gamla afa rautt hjarta. Hún hlakkar til að sjá þau bæði bráðum aftur.
Til Söru og Valborgar.
Sælar systur. Ég sit hér á sunnudagseftirmiðdegi við eldhúsborðið hjá Hjördísi og Fannari langar í fartölvu, segir hann. Hér var eplakaka á borðum sem ég og Gombo, 12 ára frá Mongolíu, gæddum okkur á ásamt fjöldkyldunni hér.(Amara mamma hans er heima að undirbúa fyrirlestur á tölvunni minni). Allir hressir og spennufallnir eftir kostningarnótt sem var eins og að fara í kalda og heita sturtu til skiptis. Hér er milt veður og gott en það var dáldið svalt í gær.
Ég heyri á ferðasögunni frá Jóhönnu að þetta eru spennandi lönd að ferðast um. Mig langar til Armenínu einn góðan veðurdag.
Hjördis biður að heilsa. Tinni páfagaukur líka. Ég sendi mínar bestu kveðjur til ykkar og allra í ferðinni. Hafið það gott.
Bless Ásta.
Sæl elsku amma Gugga.
Ég er búin að sjá risessuna og líka pabba hennar sem misti höfuðið í sjóinn af því hann var svo vondur.
Gaman að heyra hvað ferðin gengur vel hjá þér. Hlakka til að sjá þig aftur og fara með þér í frí til Danmerkur 4 júní. Mamma, Guðmundur og Þröstur biðja að heilsa.
Kveðja Helga Daviðs.
Komdu sael Adalbjörg
þad er greinilega mikill hitamunur og haedarmunur í ykkar ferdum, en sja ma ad ferdin öll er hin skemmtilegasta og dagarnir enda vel, goda skemmtun.
Á kosningavoku her heima fórum við lika i rússíbanaferd med tilheyrandi svitakófum og tilfinningasveiflum, en ekki er alveg fyrirsed enn hvernig hun endar, vonum thad besta.
Kvedja úr lyfjadeild
Ég sé það alveg fyrir mér, mamma, hvað Jón og Jóna hafa verið flott í dansinum og Íslandi til sóma! Pabbi hefði nú heldur betur haft gaman af því að taka sem flest dansspor þarna með ykkur fyrir einhverju síðan! Annars fór ég í 3 1/2 km. göngu með honum í dag og voru heldur fleiri orð skiljanleg hjá honum nú en síðast. Deildarhjúkrunarfræðingurinn vill þakka það því að þau séu hætt að gefa honum svefnlyf en hann sofi samt og svo segir hún að það eigi að fara að trappa hann niður af nýja lyfinu. Honum virtist líða vel og gladdist við að sjá mig eins og vanalega. Þannig að allt er í góðu hér og engin ástæða til að hafa áhyggjur.
Ég bið kærlega að heilsa Jónu og Jóni og allir hinir fá auðvitað bestu ferðafélagakveðjur.
Þinn sonur.
Elsku Sveinn.
Alltaf gaman að fylgjast með ykkur, ,,sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast". Þið hefðuð samt ekki þurft að fara svona langt til að komast í snjó. Það á að fara að snjóa fyrir norðan. En krían kom í stórum hópi á Mýrarnar í dag, svo þetta hlýtur allt að fara að koma. Alla vega mjög gott veður í dag. Pallurinn og potturinn notaðir vel. Mamma og Pabbi komin ,,á hælið" í Hveragerði og Soffía, Marta og Emilía fóru til New York í dag. Innilegar kveðjur til Guðmundar og Jóhönnu. Hlakka til að lesa meira.
Kveðja
Ásdís
Les ferðasöguna á meðan ég drekk yndislegt te frá Jemen, sendi þér kæra Jóhanna kveðju og svo fær að sjálfsögðu herramaðurinn Sveinn stuðkveðju frá frú Sigurlaugu.
Bestu kveðjur til ykkar Gullu Pé. Jóhanna mín og allra sem ég þekki. Er að fara vestur til Súðavíkur um helgina í kulda og snjó... :) :)
Kv. Þóra J.
Fyrir þau ykkar sem eigið í Actavis:
Framhald Actavis á huldu.
Skiptar skoðanir eru um hvort yfirtökutilboðið sem Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björg., hyggst leggja fram í Actavis sé sanngjarnt.
Tilboðið mun hljóða upp á 0,98 evrur á hlut sem samsvarar 85,23 krónum. Samkvæmt því er Actavis metið á um 287 milljarða íslenskra króna. Novator og félög því tengd eiga þegar 38,5 prósenta hlut í Actavis. Kaupverð á öðrum hlutum í félaginu myndu því nema um 176 milljörðum króna.
Hluthöfum í Actavis ber engin skylda til að samþykkja tilboð Novators, jafnvel þótt félagið verði skráð af markaði. Tilboðið kom fram síðastliðinn fimmtudag. Félagið hefur sjö til tíu virka daga til að skila inn bindandi tilboði. Þess er því að vænta í þessari eða næstu viku. Líklegt þykir að það skilyrði verði sett að fleiri en 2/3 hlutar hluthafa samþykki yfirtökuna til að tilboðið gildi.
Af http://www.visir.is/article/20070516/VIDSKIPTI0803/105160079/-1/VIDSKIPTI
Kæra Jóhanna
Ánægjulegt að allt gangi vel hjá ykkur. Eðlilegt hjá góðum fararstjóra.
Til Herdísar
Vonandi eru allir búnir að taka eftir vel völdu gleraugunum þínum, sakna þín við djúspressun!
Erum búin að borga ferðina Halldór er mjög upptekinn.
Við hjónin og Birna Sveins biðjum innilega að heilsa öllum góðu ferðafélögunum okkar. Samgleðjumst ykkur að ferðast um þessar slóðir. Ömmubarn Söru og nafna var stórglæsileg á sýningunni. Ósk til ykkar allra um að allt gangi vel, ferðin og heimkoman.
Inga Ingimundardóttir
Elsku Vala amma, við hlökkum til að fá þig heim svo þú getir sagt okkur sögur úr ferðinni. Mamma og pabbi biðja að heilsa. Biðjum að heilsa Jóhönnu. Kærar kveðjur, þín ömmubörn, Dóra Björg, Vala Birna, Tómas og Nökkvi.:D
já já jáa einmitt það voru nú tveir í minni fjölskyldu sem gleymdu að kjósa,... og hvað gerðist, stjórnin heldur velli, svo frétti ég líka um allskonar umtruninga í fjölskyldunni en sama er ekki hér á fróni ljóni, ónei, hver hefur áhuga á stjórn, björn bjarnason strikaður út, árni jónsen strikaður út, allir í biðröð hjá geir horde, og þetta er nottla eins sveitó og gtyur verið og ekki líst mér vel á þennan nýja frakkakóng, eða gordon, hann gæti átt bar í vestend, og ég er að bulla, ég kemst í þvílíkt bull stuð alltaf þgar ég kommenta enda lít ég á þetta sem nýtt bókmenntaform, fór annars að heimsækja heklu og selssundsfólk, hér er dýrðlegt sólarlag, tvíbuar hafa það gott, hef ekkert heyrt frá spáni, jú, soldið, það var áægtt, og hvað ætlarðu svo að gea við þetta eldvodka, ... ? elísabet eldhestur, eldsál og eldfjalladansari
Skrifa seinna i kvold eda fyrramalid. Vid erum a odrum degi i Armeniu og margt og gott hefur drifid a daga okkar sidan eg skrifadi. Ekki timi nu erum vid ad fara i kvoldverd
Allir bidja ad heilsa
JK
Post a Comment