Góðan daginn
Var að senda til Jemen/Jórdaníufara tilkynningu um myndakvöld og vonast til að fá svar frá þeim hið fyrsta.
Íranfarar hittast svo n.k. föstudag og allt í kæti með þetta. Það er gott að klára ferðina hverja um sig með því að skiptast á myndum og rifja upp minningar.
Þá hvet ég Sýrlandsfara í ágúst síðla til að láta í sér heyra. Þar sem þetta verður síðasta Sýrlandsferðin að sinni vonast ég eftir almennilegri þátttöku því þar er margt og mikið að sjá eins og þeir sem hafa farið þangað geta sagt frá.
Við hittumst í gær stjórnarkonur VIMA og ræddum Jemen/Yero verkefnið. Nokkrir félagar sendu mér hugmyndir og svo bættum við í pottinn og hrærum nú í og síðan er að bretta upp ermar og hefjast handa við að hrinda hugmynd í framkvæmd. Að mörgu þarf þó að huga, það segir sig sjálft svo allt verði vandað og vel gert. Rétt er að taka fram að það eru mér vonbrigði að ekki standa allir styrktarmenn í skilum. Vinsamlegast ráða bót á því snaggaralega.
Gjafabréfin eru tilbúin. Hafa samband við mig og ég vona menn verði duglegir að nota þau.
Wednesday, May 30, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment