Friday, May 4, 2007

Vid erum i Sjeki og allir gladir

Godan daginn oll
Vid erum her i Sjeki, litlum bae sem kurir vid raetur Kakasusfjalla og thetta er sidasti dagurinn okkar i Azerbajdan, holdum a morgun yfir landamaerin til Georgiu. Rett ad geta thess ad vid hittum Jon Bjornsson, hjolakappa sem geystist inn i thorpid um svipad leyti og vid renndum i hlad. Hann bordadi med okkur og svo hofum vid verid i hallarheimsoknum og a vappinu og Jon mun vaentanlega hitta okkur i kvold.
Allt hefur gengid ad oskum og allir senda kvedjur heim og thaer hinar katustu.
Dagarnir hafa verid oldungis ljufir og vid hofum verid heppin med vedur og allt svoleidis.

I gaer forum vid fra Baku eftir flotta daga thar og til Sjemakha thar sem vid skodudum grafhysi merkismanna, moskur og priludum upp i heillabyggingu sem kennd er vid Siri Baba sem enginn veit tho hver er.
Svo var farid a fjallabilum upp i Ladshi i Kakasusfjollum en thar ku folk verda eldra en annars stadar.
Leidin var svo olysanleg i fegurd og tign ad okkur setti hljod og erthetta tho skrafhreyfinn hopur. Thorpid er frumstaett en fallegt og snyrtilegt og thar theystu ungir piltar og stulkur um a fjallahestum og gamla konan Sjefika seldi okkur litfagra sokka og sagdist vera fraeg manneskja, tvi thad kom einu sinni utlendingur og tok af henni mynd og setti hana i bladid. Thad ma geta naerri ad hun verdur enn fraegari nu. Svo voru gerd innkaup i kopar og prjonavorum og sidan logdum vid undir okkur testofu baejarins vid mesta fognud gamalla stunga sem thar hofdu setid i makindum og spilad. Tharna hefdi matt vera miklu lengur en rigning skall a og tha getur vegurinn inn fjallasalinn og til thorpsins ordid ofaer a klukkustund svo vid skutludum okkur til baka eftir einstaka ferd tharna um fjollin.
Vid gistum i agaetu hoteli i Gabala thorpi, rigndi eins og hellt vaeri ur fotu en hafdi svo birt til i morgun.

Dagarnir i Baku voru vel notadir, vid skodudum adskiljanleg teppasofn og forum ad musteri eldsins en i Azerbadjan voru og eru enn nokkrir fylgjendur Zarathustra eins og i Iran og raunar vidar a thessum slodum. Vid forum i gamla baeinn i Baku og ut til Gobustan og skodudum stormerkilegar hellaristur morg thusund ara gamlar. Hotelid var afbragd, matur hvarvetna mjog godur og allt i stakasta.

Eg aetla ekki ad hafa thetta lengra i bili en vonandi gefst betri timi til ad skrifa inn a siduna thegar yfir til Georgiu kemur.
Gudm. Petursson bidur dottur sina ad skrifa inn a siduna, hun skilur thad.
Endurtek svo mjog godar kvedjur fra ollum.

13 comments:

Unknown said...

Gaman að fylgjast með ykkur!!! Bestu kveðjur til ykkar úr blíðviðrinu í Keflavík. Sérstakar kveðjur til Heddýjar frá Sonju og co.

Anonymous said...

Gott að heyra frá ykkur. Við Þorgils erum á leið í Hólminn þessa helgi, að vera við opnun Vatnasafns Roni Horn ásamt Gunný frænku. Útgáfuteiti Eggerts Ásgerissonar tókst vel og Skúla frænda þótti ánægjulegt að vita af ykkur í "Ásabyggð" á slóðum forfeðranna, þe. víkinganna!
Kær kveðja til allra ferðafélaganna en þó sérstaklega til mömmu, pabba og fararstjórans Jóhönnu.
Inga og Þorgils

Anonymous said...

Sælir pabbi og Sveinn!
Vona að þið hafið það gott. Hér gengur allt frekar hægt. Mamman er enn á sömu deild en verið að vinna að því að færa hana og þá mun byrja að geisla. Hlynur talaði við hana í dag og mun vinna í því um helgina að reyna að koma henni að. Og mun fylgjast með henni. Hún er nokkuð hress, betri af lungnabólgunni og biður kærlega að heilsa.
Með kveðju,
Systa

Anonymous said...

Kveðja frá "séð og heyrt stúlkunni" Sillu.
Kæra Jóhanna , gott að heyra að allt gengur vel, er með ykkur í huganum og sendi þér mín kæra góðar kveðjur.
Svo er það aðalkveðjan, sendi sérstakar stuðkveðjur til Sveins, ég veit hann saknar mín!!!
koss Silla

Anonymous said...

Kveðja til ömmu Jónu og afa Jóns. Var að koma úr prófi sem gekk bara vel held ég. Haldiði áfram að njóta ferðarinnar, ég fylgist með ;)

Anonymous said...

Gott að Kákasusfarar eru komnir í netsamband. Langar að benda ykkur á diska með Hamlet Djúkiasvíli þarna í Georgíu. Hann syngur svo undur fagurlega. Eða söng. Fyrir einhverjum árum langaði hann í epli. Hann klifraði upp í soleiðis tré í garðinum sínum en datt niður, hálsbrotnaði og dó. En rödd hans lifir á diskum.
Sendi öllum sem ég þekki bestu kveðjur, sérstaklega þó sambýliskonu minni í Íran, Guðrúnu Ólafsdóttur. Vona að áratuga Kákasusdraumar hennar rætist á hverjum degi, oft á dag.

Aggí ritari.

Anonymous said...

Skúsí. Er af stalínskum komin, - Hamlet er Gonasvíli ekki Djúkasvíli eins og hinn!

Ritaralufsan.

Anonymous said...

Bestu kveðjur til Guðrúnar og Rannveigar frá öllum á Ásvallagötunni - við fylgjumst spennt með ferðinni og vonum að þíð njótið hennar í botn! - :)
Halla og co

Anonymous said...

Fra Jk
Skrifa inn a sidu i fyrramalid. Erum maett i Tiblisi og tveir storkostlegir Georgiudagar
Meira a morgun les kvedjurnar a eftir vid kvoldverd
Kvedja

Anonymous said...

sokka. ég elska sokka. eru fleiri sokkar. allt gott. garpur og jokull ad koma i laeri. asamt sinum fogru konum. sokkar?

Anonymous said...

Okkur finnst afskaplega gaman að fylgjast með ferðalýsingunni á blogginu. Héðan er annars allt gott að frétta úr vorblíðunni í Foldunum. Sérstakar ömmukveðjur til Völu ömmu frá Dóru, Völu Birnu, Tomma og Nökkva.
Biðjum innilega að heilsa ykkur báðum systrunum.
Kær kveðja,
Kristín Elísabet og Árni

Anonymous said...

Dagurinn er á morgun ef þú vilt vita það. Annað sem gerist er að bróðir hans fær íbúðina afhenta.

Anonymous said...

Er Vala frænka í Kákasus. Vala!!! Hér færð þú sérstakar kveðjur frá Ellu Stínu, aðrir sem fá kveðjur eru Guðmundur P. sem fær risastórt knús og langa ræðu um hvað hann sé æðislegur og sætur, Sveinn fær líka sínar venjulegu skammir og heimboð við eldhúsborðið, en Vala fær aftur kveðjur, og allir kákasus gerlarnir, og fjöllin sem skörtuðu sínu fegursta svo alla setti hljóða, og hér fær Vala enn meiri kveðjur, she means a lot to me, og hér er dimmt og kalt og engan setur hljóðan útaf fjöllum hér eða fossum, allir byrja bara að hljóða og heimta álver og neita skipta um ríkisstjórn, og Sveinn fær engar skammir,hann er dýrkaður og dáður á þessu heimili, og vonandi hlýnar á morgun, og Guðmundur P. fær annað knús, en knús allra knúsa fær móðir mín sem fæddi mig í þennan heim án allra harmkvæla og er stórkostlegasta móðirin í öllum heiminum, og hér logar á tveimur kertaljósum, og það hlýtur að vera magnað að vera í Kákasus, og Vala frænka mín sem hjálpar mér að vera jarðbundin og er svo fyndin og góð, og hugsa sér að til sé staður einsog Kákasus þarsem nóttin er langt í burtu, þetta var eitt hamingjukomment úr Framnesveginum þarsem nóttin rétt tyllir sér yfir blánættið. Bið að heilsa öllum. Elísabet hin hugumstóra... stundum.