Sæl aftur
Í kveðjukvöldverði okkar í gærkvöldi þakkaði ég félögunum samveruna sl. þrjár vikur og benti á að þessi ferð hefði að sumu leyti verið tilraunaferð og þótti vænt um hve menn voru einstaklegajákvæðir í þeirri tilraunastarfssemi. Hef á tilfinningunni að þegar sálir hafa safnast saman verði efnt í aðra slíka ferð - sjálfsagt ögn öðruvísi en að mestu leyti byggð á þeirri reynslu sem aflaðist í þessari.
Guðmundur Pétursson flutti síðan gagnmerka hugvekju undir borðum um bókmenntamál og sögur og síðan var bragur hans sem gerður var sérdeilis góður rómur að:
Kominn er til Kákasus
kræfur eins og Spartakus
lifna eins og Lasarus
og legg á fákinn Pegasus
Í Azerbadjan eldur brann
og olían í straumum rann.
Ástir Ninos Ali vann
um það skáldið sögu spann.
Í Georgíu gæðavín
og glæsikonur freista mín.
Þar er frábær fjallasýn
og fagurt þegar sólin skín.
Armenía er ekkert frat
ágætan þar fengum mat
og hjartanlega glaðst ég gat
er gat að líta Ararat
Yrki ég um fræga frú
fer um víða konan sú
leiddi oss um löndin þrjú
á leiðinni til Timbuktú.
Hef samband Enn og aftur kærustu kveðjur og þakkir fyrir gleðilega og vandræðalausa samveru.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment