Góðir hálsar- svo ég vitni í hana Sakanahnush gædinn okkar í Armeníu- við félagarnir 24 eru lentir heilir og höldnu. Ferðalagið heim var býsna strangt því við vorum vakin kl 2 sl. nótt, fengum smáhressingu á Ani Plaza og síðan voru þau gæd og bílstjórinn Assúd mætt til að flytja okkur út á völl í Jerevan. Þar gekk allt með prýði og allir sluppu við að borga yfirvigt þó svo sumar töskur hafi verið æði þungar.
Lent í Vín 3 og hálfri klst síðar og ekki öllu meira gert þar en fá brottfararspjöld til Kaupmannahafnar sem gekk greiðlega. Þar biðum við í fjóra fimm tíma og með seinkum Flugleiða vorum við komin heim nálægt fjögur. Ath að tímamismunur á Armeníu og Íslandi er 4 tímar.
Ég hafði ekki tækifæri til að kveðja alla ferðafélagana í Keflavík en sendi þeim mínar bestu kveðjur og þegar sálir hafa sorterað sig efnum við í myndakvöld með glæsibrag.
Allir voru orðnir lúnir en hressir og glaðir með góða ferð, held ég örugglega. Þarna var enn einn heimurinn sem akkur var í fyrir okkur að hnusa af.
Þar sem tölvan mín er kvefuð - eins og Gulla og getur ekki tekið of mikinn texta ætla ég að skrifa annan pistil eftir augnablik þar sem segir frá kveðskap og kátu síðasta kvöldi í Jerevan í gær.
Monday, May 21, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment