..............að gjafakortin eru tilbúin og má nálgast þau hjá mér eða með einu símtali eða imeili. Bæði til að gefa í Fatimusjóð - hugsað í gjafir handa þeim sem eiga allt eða hafa áhuga á að styrkja holl mál í staðinn fyrir að safna meira dóti. Einnig má nota þau sem minningarkort.
Í öðru lagi er hægt að fá gjafakort ef þið viljið gefa inn á ferðir. Gerum þetta nú að kröftugu máli.
Þá nefni ég að við stjórnarkonur VIMA erum að bræða með okkur hvernig við stöndum að málum í byggingu YERO og það er gaman að segja frá því að ýmsir félagar hafa þegar lagt inn
á Fatimusjóð og tekið fram að þetta eigi að renna til húsbyggingarinnar. Kæra þökk fyrir það.
En vel að merkja:
Ítreka að ferðin í ágúst- 6. sept er síðasta ferð til Sýrlands í bili. Þar eru laus pláss. Láta vita
Ítreka að ferðin í okt- 5.nóv er eina ferðin sem ég skipulegg til Óman. Laus pláss. Láta vita
Verið getur að ég taki þann þráð upp síðar en þessu verður ekki breytt.
Svo skal líka tekið fleira fram: Það er ferð til Írans um næstu páska og menn ættu að skrá sig í hana sem fyrst. Fyrir kennara ætti þetta að vera heppilegur tími. Vil taka fram að ég fæ Pezhman Azizi nú aftur sem leiðsögumann og veit að það gleður og kætir.
Það er ferð til Jemen í maí og forgang í hana hafa styrktarmenn krakkanna.
Ég biðfólk að láta vita um vilja sinn hið allra fyrsta. Auðvitað geta aðrir komist með.
Það er hugsanlegt að ég fari ferð til 10-12 daga ferð til Egyptalands í febrúar en þá verð ég að fá þátttakendur skjótlega. Endurtek skjótlega.
Það er næsta öruggt að Libyuferð verður haustið 2008 líka og ættu áhugasamir að staðfesta vilja sinn því ég nenni ekki að brenna mig á því eins og stundum hefur gerst að menn lýsa yfir
eldheitum áhuga og ég tek allt hátíðlega og átta mig ekki á að stundum er þetta bara skraf og "hentar ekki í augnablikinu en örugglega kannski einhverntíma og ef til vill" !!!
Engar greiðslur en veskú láta vita.
Hef ekki alltaf húmor fyrir því þegar fólk segist "endilega ætla nú að drífa sig í ferð með okkur Vimafélögum" einhverntíma. Einhvern tíma hvað? Ég held þessu ekki áfram endalaust elskurnar mínar.
Í kvöld hittast svo Íranfarar frá því mars og ég vona að fleiri Jemenfélagar svari snarlega svo ég geti gengið frá því. Fundur með Ómanfólki um leið og ákveðin smámál eru komin á tært.
Friday, June 1, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment