Sunday, June 10, 2007

Ómanfarafundur í vikunni - uppfært á síðum osfrv

Óneitanlega hvarflaði að mér þegar ég kíkti á blöðin og sá mynd af sendiherra Íslands til Páfagarðs og fjölskyldu hans að nú hlyti að koma ein slæðugrein í blöðunum á morgun.
Sendiherrafrúin var með slæðu, altso. Það getur varla sýnt annað en manneskjan er kúguð og í besta falli að smjaðra fyrir Benedikt heilagleika. Og ekki er hann múslimi. Eða hvað?

Annars er frá því að segja að Jemen/Jórdaníuhópurinn hefur myndakvöld annað kvöld. Gaman verður að hitta félaga og skiptast á myndum og rifja upp minningar.

Mun hafa samband við Ómanfara á morgun, því ég ætla að hafa smáfund með hópnum síðar í vikunni, trúlega síðdegis á föstudag. Minni nokkra á að þeir hafa ekki innt af hendi júnígreiðslu. Vinsamlegast ganga í það mál.

Hef uppfært á ýmsum síðum og þið ættuð að kynna ykkur það. Á Sýrlandssíðu svo og Ómans kemur klárt og kvitt fram að fleiri ferðir ekki á dagskránni en þessar í haust.
Íranferð um páska hefur nokkurn veginn fengið dagsetningu.

Engin Kákasusferð hefur verið plönuð. Nokkrar fyrirspurnir en sé til með það síðar. Allavega ekki í bráð.

Enn einn ganginn enn: Vinsamlegast hafið samband og látið vita ef áhugi er á einhverri ferð. Get ekki nógsamlega ítrekað þetta en einatt eins og fólk átti sig ekki á mikilvægi þessa.

2 comments:

Anonymous said...

Vinsamlega segðu mér hvar á Jemen/Jordaníu hópurinn að hittast 11. júni, og klukkan hvað?
Kærar kveðjur,
Catherine E.

Anonymous said...

Þetta er nákvæmlega það sama og flaug í gegnum hugann: slæðan og kúgun... Ég man eftir því að ég var skyldug sem smá stelpa að hafa höfuðklút til að fara í messu. En það er frábært hjá þér, Jóhanna, að fá ráðuneytið til að styrkja verkefnið. Það þarf ekki að hafa 2 bls auglýsingu í Mogganum til að gera góða hluti...
ég fer í ferð með þér á næsta ári, pottþétt, sendi línu fljótlega.