Saturday, June 30, 2007

Hvernig litist mönnum á þetta?

En fyrst: Maður á að nota tímann sem okkur er gefinn. Ekki fresta öllu of lengi. Það er málið númer eitt, tvö og þrjú.

Það er augljóslega áhugi á öllum ferðunum 2008 en samt þætti mér vænt um að heyra frá ykkur því ég verð að hafa góðan fyrirvara á öllu. Þetta hafið þið nú ekki heyrt fyrr.

Ferðirnar 2008 eru svona hátt í skipaðar en þó þarf að bæta við þar svo úr þeim verði. Ég þarf að hafa lágmarksfjölda til að þær verði að veruleika.
Egyptaland í febr.
Íran um páska
Jemen í apr/maí
Libya í október.
Margir hafa staðfest, aðrir telja líklega að þar sem þeir lýstu áhuga í byrjun þurfi ekki að ítreka það meira. Reynslan sýnir mér að það er ekki svo. Aftur á móti þurfa þeir sem hafa ítrekað - einkum hvað varðar Jemen og Libyu ekki að taka það fram nánar.

Um Jemenmálið okkar
Það er allt í nokkurri biðstöðu en skýrist vonandi næstu tvær vikur. Nouria er meira en fús til að koma til Íslands til að aðstoða við að kynna málið. Royal Jordanian er líka til í að veita henni duglegan afslátt á miða til London.
Svo er ýmislegt í deiglunni hvað varðar kynningarmál um byggingardæmið sem ætti að verða klárt að næstu tveimur vikum.

En svo er annað erindi:
Nú hefur ansi drjúgur hópur farið í allar ferðirnar og vill sækja heim nýjar slóðir.
Því hef ég á prjónunum 2009 16 daga ferð til Uzbekistan og Kyrgistan og streyma nú til mín upplýsingar um það.
Ég vildi gjarnan fá að heyra frá hinum verseruðu - sem og nýjum náttúrlega um það efni. Er áhugi eða hvað? Eins og maður skrifaði alltaf: Svar óskast.

Annað líka:
Kákasuslandaferð hefur ekki verið dagsett. En mér þætti ekki ósennilegt að þátttaka næðist í hana 2009 líka. Það skal ítrekað að menn láti í ljós vilja/vilja ekki. Sú ferð- ef af verður- styttist um 4 daga og verður 16-17 dagar í stað 22 eins og fyrsta ferðin.

Svo best að skjótast út og hitta sólina smástund. Látið í ykkur heyra um allt þetta. Snarlega. Og svo tek ég fram að Ómanfólkið í október hittist til að funda í ágúst snemma. Sú ferð er fullskipuð og mikið er það ánægjulegt.

No comments: