Monday, July 2, 2007

Áhugi á miðasíuferðinni og fleira gúmmulaði.

.
Markaðsfreyjur í Samarkand Efri mynd
Lafðir í Bishkek í Kyrgistan.Neðri mynd
Það var rétt eins og við manninn mælt: ég varpaði fram þessari hugmynd um ferð til Uzbekistan og Kyrgistan og viðbrögð létu ekki á sér standa. Gaman að því og takk fyrir og vonandi heyri ég frá fleirum. Þetta er allt á rannsóknarstiginu.
Þá hafa önnur merk tíðindi gerst: nú hafa yfir 50 þúsund gestir komið á síðuna en með öllum heimsóknum töldum eru þeir tæplega 89 þúsund.
Nú eru Ómanfarar að borga og hvet þá til að greiða á réttum tíma. Mig vantar vegabréfsnúmer og útgáfuár og gildistíma nokkurra: Kristínar Jónsd, Ernu Tryggvad, Ólafar Bjargar og Eilífs Björnssonar. Vinsamlegast senda mér þau. Held ég hafi önnur númer.
Eins og áður er minnst á munum við hittast í ágúst og hjala saman um ferðina til þessa undra og flauelislands sem Óman er. Að ekki sé nú minnst á fólkið þar.
Svo vil ég leyfa mér að minna ykkur á gjafakort og minningarkortin sem eru mjög falleg og öllu fremur þó: málstaðurinn er góður. Þið getið séð sýnishorn af kortunum á síðunni fyrir nokkru. Fleiri tegundir í boði.
Er að bauka við að ganga frá rannsóknarferðinni minni, hinni seinni, til Libyu nú í september. Gæti verið að ég notaði tækifærið og brygði mér til Eritreu í sömu ferð. Þangað ætlaði ég alltaf að fara þegar ég bjó í Egyptalandi um árið en varð aldrei af.

No comments: