Friday, July 13, 2007

Lítil sólskinssaga.

Ég verð að segja ykkur litla fallega sögu:

Í ferðinni til Jemen/Jórdaníu s.l. vor hitti m.a. Ólöf Arngrímsdóttir "fósturstúlkuna" sína til tveggja vetra, hana Abír og urðu fagnaðarfundir eins og sjá má.

Ólöf spurði Nouriu hvernig Abír stæði sig óg fékk þau svör að henni hætti til að skrópa og hún væri vel gefin og ætti að geta náð miklu betri árangri.
Ólöf tók loforð af Abír að taka sig á.

Að beiðni Ólafar hafði ég samband við Nouriu um stúlkuna og spurði hvernig þetta hefði farið: fékk þetta dægilega svar að frá því Abír hitti Ólöfu hefði sú stutta ekki dregið af sér, alltaf mætt í skólann og komið vel undir búin og tekið þeim framförum sem væru lyginni líkastar.

Mig langaði bara að segja ykkur þetta því mér finnst þetta einnig vitnisburður um hvað það hefur örvandi áhrif á krakkana að hitta sitt styrktarfólk augliti til auglitis.

2 comments:

Anonymous said...

augliti til auglitis,

en ef maður er eineygður, ha ha ha.

en þetta virkar nú alltaf augliti til auglitis, nú er ég búin að skipuleggja stofuna á drafnarstíg, sófinn þarsem hann er, júpíter undir glugganum semsagt við hliðina á hornborðinu, færa sjónvarpið inní stofu, liggja í sófanum, liggja uppí kostnað,

hafa ruggustólinn inní stofu en færa útsaumuðu stólana inní litla herbergið, ... svo kemur tilgangur þess í ljós.

eigum svo að fara í bankann.:)

Prella Prina

Anonymous said...

Til hamingju með umfjöllunina í MBL um helgina, vel gert Austurlandaflakkarar! Vel gert Jóhanna.