Var að setja inn fyrstu drög að ferð til Kyrgistan og Uzbekistan og vona þið kíkið á og látið ganga. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað mikilvægt er að menn sendi slóðina áfram til að sem flestir geti nú fræðst um þessar ferðir okkar.
Ath að ég hef ekki verð enn, það verður að bíða um stund. En hún verður örugglega svipuð og Kákasuslandaferðin var. Þetta sagt með öllum fyrirvara.
Þá ætla ég að minna á maraþonhlaupið og Fatimusjóð. Hafa það bak við bæði eyru.
Við munum opna reikning í Glitni innan tíðar þar sem menn þurfa að eiga reikning þar svo allt sé nú löglegt og í lagi.
Monday, July 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment